Undirskriftasöfnun gegn Bjarna fer hratt af stað

Ekki er hægt að segja annað en að það safnist hratt á rafrænan undirskriftalista hjá Þjóðskrá þar sem fólk lýsir sig andsnúið því að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sé orðinn forsætisráðherra. Undirskriftasöfnun hófst síðdegis í dag og nú þegar hafa safnast á þriðja þúsund undirskriftir. Yfirskrift söfnunarinnar er einföld: Bjarni Benediktsson hefur ekki minn stuðning sem forsætisráðherra.

Ljóst er að Bjarni verður einn óvinsælasti forsætisráðherra Íslandssögunnar en hann hefur fengið útreið í hverri skoðanakönnun á eftir annarri síðustu ár. Síðastliðinn desember mældist hann með svo lítið traust meðal almennings í skoðanakönnun Maskínu að það þótti sögulegt. Um 75 prósent svarenda sögðust þá bera lítið traust til Bjarna. Einungis tvisvar áður hefur nokkur mælst með svo lítið traust frá því að mælingar hófust. Nokkuð líklegt er að vinsældir Bjarna hafi ekki aukist eftir ráðherraskiptin í dag.

Hér má finna undirskriftasöfnunina gegn Bjarna.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí