Ætttum að eyða minna púðri í Eurovision

Það hafa nokkuð margir undanfarna daga spáð endalokum Eurvision en ljóst er að fíaskóið í kringum að leyfa Ísrael að keppa þrátt fyrir stríðsglæpi hefur gert keppnina fremur fráhrindandi í huga margra. Líkt og fjölmargir spáðu í aðdraganda keppninnar. Einn þeirra sem veltir því fyrir sér hvort þetta sé ekki orðið gott er fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason.

„Mætti ekki vera lexía fyrir Íslendinga að eyða ekki svona miklu púðri í Evróvisjón? Það er svo margt að gerast hérna í músíkinni sem er þessu svo miklu fremra. Nefni sem dæmi að GDRN fyllti Hörpu sama kvöld og keppnin var. Jazzþorpið í Garðabæ helgina þaráður. Já ótal margt,“ skrifar Egill á Facebook og augljóslega eru margir sammála honum.

Tveir menn segjast í athugasemdum í raun hafa lausnina á Eurovision-vandanum í hendi sér. Annar þeirra,  Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, segir að mistök Íslendinga fellist í því að senda alltaf sömu tegund af tónlistarmönnum í keppnina. Nú sé kominn tími á að senda krúttt-kynslóðina í keppnina. Pawel skrifar:

„Ég er með annað teik á þetta. 1999 töpuðum við fyrir Take me to you Heaven frá Svíþjóð. Og síðan þá erum við reglulega að senda okkar eigin útgáfur af Take me to your Heaven í von um að negla þetta í þetta skiptið. Á sama tíma fylla íslenskir tónlistarmenn hallir í álfunni. Ég bjó í Poznan í 10 mánuði og á þeim tíma voru 5 íslenskir tónleikar í borginni. Í þau skipti sem við höfum sótt tónlistarmenn í krútt-indísenuna hefur okkur gengið mjög vel. Þannig að ég legg til að næstu 2-3 ár gerum við kröfu um að lagahöfundar hafi verið í MH, búið í þingholtunum og eigi lopahúfu sem þeir prjónuðu sjálfir.“

En kannski vill krútt-kynslóðin ekkert fara í Eurovision, fer frekaar á tónlistarhátíðina Rudolstadt. Einn fulltrúi þeirrar tónlistarstefnu, ef svo má að orði komast, Sævar Knútur, leggur einmitt til að við skiptum þessum tveimur hátíðum. Hann skrifar:

„Svo er alveg prýðileg tónlistarhátíð, Rudolstadt í Þýskalandi sem er í boði fyrir RÚV að taka þátt í á hverju ári, að senda þátttakanda, en ekki keppanda. Hátíð sem er líka á vegum EBU. Um 500.000 manns mæta þar og tékka á böndum alls staðar að, allt stappfullt af listafólki að samgleðjast og spila út um allt og mörg bönd eiga breikin sín þar. Þar er auðvitað ekki fókusinn á glimmer og gleðipopp, svo það er kannski ekki nógu fínt. Það er meira svona tónlist með hljóðfærum og ekki með playback og svona. Og svo er þetta náttúrulega ekki keppni, heldur bara „viðburður“. Sem kostar lítið annað en flugmiðana fyrir tónlistarfólkið og dagskrárgerð um hátíðina. Rúv hefur hins vegar valið að taka alltaf þátt í Eurovision og eiginlega engu öðru sem EBU stendur fyrir og setur þannig allt fjármagnið sem fer í svona hressileika rakleitt og einungis í ESC.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí