Akureyringar rífa sig úr að ofan í bongóblíðu

Eftir napra og snjóþunga tíð síðla vetrar hafa hitatölur í norðurhluta landsins stigið hratt upp á við síðustu daga. Í dag mælist 15 stiga hiti í höfuðstað Norðurlands, á Akureyri.

Blaðamaður Samstöðvarinnar er á ferð fyrir norðan. Hann myndaði fólk sem hafði rifið sig úr að ofan og umfaðmaði sólargeislana í bongóblíðu í miðbænum.

„Loksins, loksins, þetta er geggjað,“ sagði innfæddur íbúi og splæsti á sig rjómaís.

Akureyringar hafa löngum gumað sig af góðu veðri. Leikur ekki vafi á að bæjarbúum léttir mjög við hitana og sólina þótt ekki sé nema vegna orðspors bæjarins fagra við fjörðinn.

Enda hefur verið haft á orði að erfitt sé fyrir hið bjarta norður að standa undir nafni sem veðursæll staður þegar samfelld ísöld ríkir um mánaða skeið líkt og verið hefur. Skíðafólki í Hlíðarfjalli þó til ánægju og yndisauka en þar hefur verið óvenju mikill snjór í brekkum og er enn.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí