Áróður fyrir sigri Ísraels í kvöld

Hrollur hefur farið um stuðningsmenn Palestínu síðustu daga vegna úrslitakvölds Evróvisjón sem fram fer í kvöld.

Í stað þess að Ísrael hafi verið meinuð þátttaka að ósk margra vegna voðaverkanna á Gaza er framlag Ísraels komið í úrslit og mikill áróður rekinn síðustu sólarhringa fyrir framlaginu.

Lagið er nú komið í annað sæti hjá veðbönkum. Greina erlendir fjölmiðlar frá því í dag að hæglega gæti farið svo að Ísrael sigri keppnina og Evróvisjón verði haldin í Tel Aviv að ári.

Baul áhorfenda hefur verið klippt út þegar áhorfendur hafa púað á ísraelska keppandann. Vettvangur mótmæla hefur verið færður til svo minna fari fyrir þeim. Palestínski fáninn er bannaður í höllinni í Malmö. Fleira mæti nefna sem rennir stoðum undir að keppnin hafi aldrei verið pólitískari en nú.

Hér á landi hafa tónlistarmenn farið í hár saman vegna deilu um hvort Ísland átti að sniðganga keppnina. Þykir ýmist þarft eða ótuktarlegt að samstöðutónleikar hafi farið fram í Háskólabíói á sama tíma og Hera Björk Þórhallsdóttir, fulltrúi Íslands, reyndi að komast í úrslit án árangurs síðastliðið þriðjudagskvöld.

Króatar hafa þó örlítið betur í veðbönkum sem stendur. Það gæti breyst áður en úrslit verða kynnt, enda virðast Ísralesmenn beita jafnt peningalegum og stjórnmálalegum þrýstingi á lönd til að reyna að tryggja eigið brautargengi og sem flest atkvæði. Virðist gilda einu þótt þeir fremji þjóðarmorð á Palestínumönnum í beinni útsendingu á sama tíma.

Evróvisjón var upphaflega komið á fót til að viðhalda friði í álfunni. Ísrael er ekki hluti Evrópu.

Lesa má á samfélagsmiðlum innanlands að margi hugsi til þess með hryllingi ef Ísrael vinnur keppnina.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí