Ísraelsher afturkallar öll leyfi og kallar til varalið – Líkur taldar á að Íranir leiti hefnda á næstunni

Öll leyfi ísrelskra hermanna hafa verið afturkölluð vegna mögulegra viðbragða Írana eftir að loftárás Ísraela á ræðismannsskrifstofu í Damaskus varð fjölda manns að bana, þar á meðal einum af æðstu yfirmönnum íranska hersins. 

Í tilkynningu sem ísraelski herinn sendi út segir að í samræmi við mat á ástandinu hafi verið ákveðið að afturkalla öll leyfi tímabundið. Þá var greint frá því í gær að varliðsmenn hefðu verið kallaðir út til að auka á varnir Ísraels. Sömuleiðis hafa eldflaugavarnir Ísraela við norðurlandamærin verið auknar. 

Íranir hafa heitið því að hefna fyrir loftárásina en í henni féllu tveir hershöfðingjar og fimm hernaðarráðgjafar sem höfðu verið að störfum í Sýrlandi. Hinu sama hafa Hezbollah samtökin einnig heitið. 

Bandaríkin hafa þá sent skilaboð til stjórnvalda í Teheran um að þau hafi engan þátt átt í árásinni. Talskona varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, Sabrina Singh, lýsti því að í ljósi þeirrar spennu sem er fyrir botni Miðjarðarhafsins hafi þótt ástæða til að gera það sérstaklega ljóst. 

Ekki er búist við að Íranir ráðist með beinum hætti á Ísrael. Öllu heldur er búist við að bandamenn Írana í Líbanon, Jemen, Sýrlandi og Írak verði fengnir til að auka á árásir sínar. 

Æðsti klerkur Írana, Ayatollah Ali Khamenei, sagði að zíónistastjórnin í Ísrael beitti nú blindandi aftökum til að bjarga höfði sínu. „Hinu illa zíónistaveldi verður refsað af hugrökkum hermönnum okkar. Við munum koma þeim til að iðrast þessa glæps, sem og annarra.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí