Bruðl að henda tugþúsundum bóka

Bók um Fjallkonuna, afmælisgjöf til íslensku þjóðarinnar, kom til umræðu á Alþingi í dag. Bókin er hugarfóstur fyrrverandi forsætisráðherra sem hafði skrifað formála í ritið.

Þegar Katrín Jakobsdóttir steig til hliðar og nýr forsætisráðherra tók við er tugmilljónum króna sóað með því að farga miklum fjölda af prentuðum eintökum og prenta nýja bók með nýjum formála sem Bjarni Benediktsson skrifaði en ekki Katrín.

Þessu hélt Inga Sæland formaður Flokks fólksins fram á Alþingi í dag. Hún spurði Bjarna hvort ekki hefði komið til álita að forsetinn sjálfur skrifaði innganginn. Inga vildi vita hvort það yrði stefna eftirleiðis að kippa bókum úr umferð í hvert sinn sem skipt væri um forsætisráðherra.

„Er það virkilega svo að þetta séu skilaboðin sem við sendum fólki í samfélaginu,“ spurði Inga og ræddi að á sama tíma og bruðlað væri með opinbert fé vegna þessa máls byggi fjöldi fólks við raunverulega fátækt.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra svaraði fyrirspurninni með því að segja að eðlilegt væri að minnast 80 ára afmælis lýðveldisins og boðaði mikla hátíð sautjánda júní. Hann sagðist hafa rætt málið við Katrínu og að samráð væri um þessa niðurstöðu þeirra tveggja á millum.

Í seinni ræðu sagði Inga að það liti einkennilega út að eigin formáli Katrínar í hennar eigin hugarfóstri hefði þurft að víkja þótt hún hefði skipt um starfsvettvang.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí