Fimmta hver fasteign selst á yfirverði

Fleiri fasteignir seljast nú á yfirverði en áður. Þrýstingur eykst á leigumarkaði og framboð er í engum takti við eftirspurn.

Þetta má lesa í mánaðarskýrslu HMS fyrir maí 2024 sem kom út í dag.

Veltan er mikil, kaupsamningar á fyrsta ársfjórðungi voru 2.673 talsins, 29 prósentum fleiri en á sama tíma í fyrra. Áberandi er fjölgun samninga í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.

Ríflega helmingi fleiri samningum var þinglýst þar í ár samanborið við 2023 og vega Grindavíkuráhrifin þungt. Hlutfall íbúða sem seldust á yfirverði í mars hækkaði í öllum landshlutum. Fasteignafélagið Þórkatla hefur yfirfarið og samþykkt kaup á 660 húseignum í Grindavík eða um 85% allra umsókna sem borist hafa. Búið er að undirrita og þinglýsa 471 kaupsamningi.

Á höfuðborgarsvæðinu seldust 18,3% íbúða á yfirverði í mars. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins seldust um 14,5% íbúða á yfirverði.

Annars staðar á landinu var hlutfallið 13,1%.

Leigumarkaðurinn ber mikil merki um ójafnvægi framboðs og eftirspurnar. Mun fleiri einstaklingar eru í virkri leit en nemur fjölda íbúða til leigu á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2024. Miðað við óskir notenda má áætla að hægt væri að gera milli 1.500 og 2.000 leigusamninga í gegnum vefinn.

Leiguskrá HMS sýnir hins vegar að einungis um 500-800 leigusamningar taka gildi í gegnum vefinn í hverjum mánuði.

Sjá alla skýrsluna hér: https://hms.is/frettir/mana%C3%B0arskyrsla-hagdeildar-hms-fyrir-mai-2024

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí