Framboð Katrínar ver langmestu fé í forsetaslaginn
Langmestu fé hefur verið varið í framboð Katrínar Jakobsdóttur í kosningabaráttu fyrir kjör forseta.
Þetta kom fram á framboðsfundi Heimildarinnar í kvöld þar sem sex efstu frambjóðendur samkvæmt fylgismælingum tóku þátt í umræðum.
Katrín upplýsti að ráðgert væri að framboð hennar kostaði um 40 milljónir króna.
Það er næstum tvöfalt hærri tala en þeir frambjóðendur sem komast næst henni í kostnaði.
Flestir nefndu tölur á bilinu 10-20 milljónir. Minnstu fé verður varið í framboð Jóns Gnarr eða um sjö milljónum króna eftir því sem fram kom hjá Jóni.
Kosið verður á laugardag.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward