Hámark meðvirkni að vorkenna valdinu

Hallgrímur Helgason rithöfundur sakar stuðningsfólk Katrínar Jakobsdóttur um meðvirkni gagnvart valdi.

Hann segir stuðningsfólk Katrínar kvarta mjög undan gagnrýni annars fólks á framboð hennar. Framboð Katrínar er mun umdeildara en nokkurt annað forsetaframboð og geta meira en fjórir af hverjum tíu samkvæmt könnunum ekki hugsað sér að Katrín verði forseti í ljósi ferils hennar, fyrri verka og ekki síst blóðhrárrar nálægðar hennar við valdhafa í ríkisstjórninni sem Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir annar forsetaframbjóðandi ræddi í gærkvöld á Rúv að sæti í fullkominni andstöðu við þjóðarvilja og þá ekki síst vegna stöðu Bjarna Benediktssonar sem forsætisráðherra. Heyrist oft þessa dagana að Katrín hefði áttt að bíða með framboð sitt.

„Við skulum bara muna að hámark meðvirkninnar er að vorkenna valdinu,“ segir Hallgrímur Helgason.

„Það var auðvitað ansi bíræfið að utbúa frumvarp til lagareldis sem færir 16 norskum iðnfyrirtækjum Austfirði og Vestfirði að gjöf til eilifðar og fara síðan í forsetaframboð daginn eftir,“ bætir Hallgrímur við og er ekki hættur.

„Þennan morguninn berast svo skilaboð innan úr Sjálfstæðisflokknum um að þetta frumvarp og framlagning þess hafi einmitt verið skilyrðið fyrir stuðningi forystu XD við framboðið. Það er ekki létt að hoppa án atrennu úr Stjórnarráði yfir á Bessastaði.“

Ekki vísar þó rithöfundurinn til upplýsinga sem styðja staðhæfingu hans um að framlagning frumvarpsins umdeilda sem klofið hefur þjóðina, hafi verið skilyrði stuðnings hjá forystu Sjálfstæðisflokksins við framboð Katrínar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí