Höllufólk segir framboðið slag en ekki halelújafund

„Það er eitthvað að í baráttunni hjá okkur. Fylgið fellur en baráttan virðist ekkert breytast.“

Þetta skrifar Rúnar Guðmundsson stuðningsmaður Höllu Hrundar Logadóttur á facebooksóiðu fylgjenda Höllu Hrundar.

Eins og Samstöðin greindi frá fyrr í dag er vaxandi hiti og stress í stuðningsliði frambjóðenda.

Mjög lítill munur er á fylgi efstu frambjóðenda. Þótt Katrín Jakobsdóttir mælist nú hæst hefur fylgi hennar aldrei verið minna.

Ein skýringin er hnígandi fylgi við Höllu Hrund. Lífleg umræða er meðal stuðningsmanna hennar hvað beri að gera.

„Það hlýtur að þurfa að taka til hendi með öðrum hætti en gert hefur verið. Stjórnendur þessarar síðu þurfa að hugsa eitthvað uppá nýtt. Jákvæðnin getur gengið of langt í hörðum slag. Fallegar myndir og já fundir munu ekki duga til.

Ég skora á foringja þessarar baráttu fyrir kjöri Höllu okkur, að breyta til og sýna tennurnar, þetta er alvöru slagur ekki halelújafundur,“ segir Rúnar, stuðningmaður Höllu Hrundar og vill breytingar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí