„Það er eitthvað að í baráttunni hjá okkur. Fylgið fellur en baráttan virðist ekkert breytast.“
Þetta skrifar Rúnar Guðmundsson stuðningsmaður Höllu Hrundar Logadóttur á facebooksóiðu fylgjenda Höllu Hrundar.
Eins og Samstöðin greindi frá fyrr í dag er vaxandi hiti og stress í stuðningsliði frambjóðenda.
Mjög lítill munur er á fylgi efstu frambjóðenda. Þótt Katrín Jakobsdóttir mælist nú hæst hefur fylgi hennar aldrei verið minna.
Ein skýringin er hnígandi fylgi við Höllu Hrund. Lífleg umræða er meðal stuðningsmanna hennar hvað beri að gera.
„Það hlýtur að þurfa að taka til hendi með öðrum hætti en gert hefur verið. Stjórnendur þessarar síðu þurfa að hugsa eitthvað uppá nýtt. Jákvæðnin getur gengið of langt í hörðum slag. Fallegar myndir og já fundir munu ekki duga til.
Ég skora á foringja þessarar baráttu fyrir kjöri Höllu okkur, að breyta til og sýna tennurnar, þetta er alvöru slagur ekki halelújafundur,“ segir Rúnar, stuðningmaður Höllu Hrundar og vill breytingar.