Kappræður í opinni dagskrá annað kvöld
Þeir sem hafa ekki myndað sér skoðun á hvert atkvæði þeirra ratar fer í forsetakosningunum 1. júní næstkomandi, fá tækifæri til að meta frammistöðu líklegustu frambjóðenda annað kvöld í kappræðum.
Þá tekur einn reyndasti fréttamaður þjóðarinnar, Heimir Már Pétursson á Stöð 2, móti sex frambjóðendum í beinni útsendingu og opinni dagskrá. Birt verður glæný könnun frá Maskínu um hvernig fylgið stendur.
Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Arnar Þór Sigurðsson, Jón Gnarr og Baldur Þórhallsson mætast í kappræðunni annað kvöld. Þátttakendur verða tvöfalt færri en í kappræðum Ríkisútvarpsins í sjónvarpssal á dögunum.
Heimir Már segir að almenningur geti sent spurningar til frambjóðenda fyrir þáttinn á ritstjorn@visir.is.
Mynd: Vísir/Stöð2
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward