Þökk sé íslenskum aðgerðarsinnum þá er palestínska fjölskyldan Kholoud, Yousef, Basem og Ayla nú komin í skjól hér á landi undan helvítinu sem Palestína er orðin undir yfirráðum Ísraelsmanna. Hér á landi lenda þau þó í sömu óþægindum og margir Íslendingar kannast við á eigin skinni, að finna varanlegt skjól á hræðilegum leigumarkaði. Vandamál sem bliknar í samanburði við ástandið í Palestínu, en vandamál þó engu að síður.
„Elsku vinir mínir Kholoud, Yousef, Basem og Ayla leita nú að sinni fyrstu íbúð til að legja hérlendis. Þau leita að íbúð með 2 svefnherbergjum. Greiðslugeta er um 250-270 þúsund krónur á mánuði og druamastaðsetningin væri í Háaleitishverfinu eða nágrenni svo þau geti verið nálægt skólanum hanns Basems, þau eru þó auðvitað opin fyrir öðrum hverfum á höfuðborgarsvæðinu,“ skrifar Erla Sverrisdóttir fjölskylduvinur á Facebook.
Hún segir að þeirra heitasti draumur sé nú að geta komið sé vel fyrir öll saman á Íslandi. „Basem 6 ára hefur verið á Íslandi í hátt í 3 ár og stundar nám í Álftamýrarskóla. Fyrr á árinu komust Kholoud, Yousef og Ayla, 3 ára, loks undan sprengjuregninu á Gaza og sameinaðist fjölskyldan loks eftir 6 ára aðskilnað. Það hefur gengið illa að finna varnlegt heimili síðustu mánuði og óska þau sér heitt að geta komið sér loks vel fyrir öll saman. Yousef útskrifaðist úr háskóla sem endurskoðandi en hefur einnig stafað í fjölda ára sem húsgagnasmiður og Kaloud hefur studanð nám í heilbrigðisgreinum. Þau eru skemmtileg, hlý, ábyrg, róleg, hreinlát og áreiðanleg,“ segir Erla og bætir við að lokum:
„Ef þið vitið um íbúð sem gæti hentað þeim þá megið þið gjarnan láta okkur vita.
Endilega aðstoðið okkur við að dreifa orðinu með því að deila þessu áfrám.“