Krefjast leiðréttingar á kjörum fatlaðra

Stjórnmál 7. maí 2024

Kjarahópur ÖBÍ réttindasamtaka mótmælir harðlega að þeim sparnaði sem næst með frestun gildistöku nýs örorkulífeyriskerfis frá ársbyrjun 2025 til 1. september sama árs, eða 10,1 milljarði verði varið til að fjármagna aðra málaflokka og verkefni.

Um ræðir fjármagn sem ætlað var að bæta kjör fólks sem stendur fjárhagslega verst í samfélaginu, segir í ályktun frá ÖBÍ.

Um 68% fatlaðs fólks geta ekki mætt óvæntum útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Það er tvöfalt hærra hlutfall en hjá fólki á vinnumarkaði og algjörlega ólíðandi eftir því sem fram kemur í ályktun Öryrkjabandalagsins.

„Kjarahópur ÖBÍ krefst þess að umræddu fjármagni verði varið til að leiðrétta kjör fatlaðs fólks frá og með næstu áramótum og um leið linni sparnaðaraðgerðum á kostnað fjárhagslega verst setta hóps samfélagsins. Það lifir enginn á 300 þúsund krónum á mánuði í íslensku samfélagi!“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí