„Ég missti landið mitt, ég missti marga fjölskyldumeðlimi mína, ættingja mína og fólkið mitt, ég missti vinnuna og ég missti eitthvað sem særði mig mikið innra með mér.“
Þetta skrifar Mohammed Alkurd, sem kom hingað til lands sem flóttamaður frá Palestínu fyrir nokkru síðan. Ljóst er að Mohammed hefur þurft að líða slíka þjáningu vegna ástandsins við botn Miðjarðarhafs að vafi er hvort nokkur borinn og barnfæddur Íslendingur hefur upplifað annað eins í seinni tíð.
Í þessu samhengi er önnur færsla sem Mohammed skrifar um svipað leyti í gær á Facebook áhugaverð. Líkt og fyrr segir þá er Mohammed flóttamaður og ansi oft heyrast raddir sem segja að flóttamenn séu afætur, nenni ekki að vinna. Þrátt fyrir að enginn myndi erfa það við hann að vera óvinnnufær við þessar aðstæður, þá skrifar Mohammed:
„Kæru vinir. Ég er að leita mer að vinnu, get unnið hvar sem er, einkum þar sem húsnæði er í boði. Eg er handlaginn og þar að auki enga stund að læra eitthvað nýtt. Eg get byrjað strax. Eg yrði afar þakklátur að fá ábendingar og eg er opinn fyrir allri vinnu.“
Þeir sem vilja vita meira um þennan hörkuduglega mann geta horft á viðtal Samstöðvarinnar við hann hér fyrir neðan.