Líklegasta baráttan milli Höllu T og Katrínar

Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup telja flestir landsmenn að Halla Tómasdóttir hafi staðið sig best í umræðum fyrir forsetakosningar.

Eldri borgarar eru þó hrifnarniaf Katrínu Jakobsdóttur.

Sitthvað bendir til að á kjördegi standi valið milli Katrínar og Höllu T.  Fylgi Höllu hefur farið vaxandi, ólíkt fylgi Katrínar. Þá telja færri Höllu Hrund Logadóttur hafa staðið sig best en hvað varðar nöfnu hennar.

 Í síðustu viku kosninganna 2016 tók fylgi Höllu T. Mikinn kipp sagði Andri Snær Magnason forsetaframbjóðandi þá að Halla hefði mögulega sigrað Guðna Th ef kosið hefði verið viku síðar.

(Mynd: Rúv)

Á samfélagsmiðlum er mikið rætt um taktíska kosningu á lokasprettinum. Líflegar umræður eru út um víðan völl og virðast landsmenn spenntir að sjá hvernig fylgið við frambjóðendur raðast í næstu könnunum.

Nýr forseti á Bessastöðum verður kjörinn eftir níu daga, sunnudaginn 1. júní.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí