Líklegt að einhver fái koss dauðans í kvöld frá auglýsingadeild RÚV

Líklegasta skýringin á því hve erfið öll umræða í kringum að sniðganga Eurovision reyndist stjórnendum RÚV er sú að stór hluti þeirra sem starfa við Efstaleiti höfðu af því, og hafa enn, beina fjárhagslega hagsmuni. Það var þó ekki hægt að nota það sem rök fyrir þátttöku enda ekki sérstaklega sterk, nema mögulega fyrir þá sem eru að fara að sjá eftir tekjum.

Staðreyndin er sú að auglýsingadeild RÚV er líklega sú fjölmennasta og er með álíka stórt svæði undir sína starfsemi og öll öll fréttastofan, svo dæmi sé tekið. Innan auglýsingageirans er venja, svo gott sem regla, að auglýsingamenn fái prósentu af seldri auglýsingu. Og eins og flestir sem hafa horft á Eurovision vita, er Eurovision ekki síður auglýsingaveisla en söngvakeppni.

Ekkert Eurovision hefði þá augljóslega haft þær afleiðingar fyrir marga sem starfa á RÚV að peningaumslagið um næstu mánaðamót yrði ekki nærri því eins þykkt. Raunar sambærilegast að tala um hálfgerðan uppskerubrest. Árstíðasveiflur eru augljóslega í þessum geira og er Eurovision líklega næst á eftir jólunum og hálftímanum rétt fyrir áramótaskaupið í röðinni yfir þann tíma sem auðveldast og gróðavænlegast er að selja til fyrirtækja.

En í ár gæti uppskeran reynst mylguð, svo viðlíkingin sé áfram notuð. Á samfélagsmiðlum þar sem þeir sem skipuleggja sniðgöngu í þágu Palestínu ræða saman er talað af fullri alvöru um að sniðganga öll þau fyrirtæki sem taka þátt í þessu og sýna auglýsingar á RÚV meðan Eurovison stendur yfir. Slík sniðganga gæti verið bannvæn fyrir minni fyrirtæki enda ætti öllum að vera ljóst að greiðslufyrirtækið Rapyd, sem malaði gull, stendur mjög völtum fótum í dag.

Hvernig samfélagið skipti nánast samstundis úr Rapyd sýnir það skýrt að enginn mætti vanmeta kraft sniðgöngu á Íslandi, og þá sérstaklega í þessu málefni. Raunar má ganga svo langt að fullyrða að neikvætt umtal verði meira en jákvætt við það að auglýsa í kvöld, fimmtudaginn og svo á laugardaginn. Raunar gæti það orðið koss dauðans fyrir minni fyrirtæki.

Innan Facebook-hópsins Sniðganga fyrir Palestínu hefur í dag verið rætt um að einhver verði að taka það á sig að horfa á Eurovision svo hægt sé að taka saman lista yfir helstu auglýsendur. Mikill áhugi virðist svo vera á því að sjá svo þann lista. Ein kona ákvað að kanna hvort þann lista mætti nálgast hjá fyrrnefndri auglýsingadeild. Enginn ætti að undra að þar var lítill áhugi á að veita þann lista.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí