Lögreglan kölluð á hitafund MÍR eftir fjandsamlega yfirtöku á félaginu
Lögreglan var kölluð til vegna deilna innan MÍR, Menningartengsla Íslands og Rússlands, fyrr í dag. Til stóð að halda aðalfund. Guðmundur Ólafsson, félagi í MÍR, var viðstaddur og segir hann í samtali við Samstöðina að í stuttu máli snúist málið um fjandsamlega yfirtöku nokkurra manna á félaginu. Mörg ár séu síðan þeir tóku yfir félagið en nú hafi félagsmenn viljað reyna að losna við þá úr stjórn félagsins.
Guðmundur segir að yfirtökumennirnir hafi kallað til lögreglu og óskað eftir að félagsmenn, sem vilji nýja stjórn, yrðu fjarlægðir með ofbeldi. Lögreglan hafi ekki orðið við því en aðalfundi var frestað.
Guðmundur segir skömm að framkomu stjórnarmanna í garð félagsmanna sem hafi greitt félagsgjöld jafnvel í áratugi. Þar á meðal hafi verið Ólafur Egilsson fyrrverandi sendiherra í Rússlandi.
Guðmundur segir félagið eiga allnokkra fjármuni og gefur í skyn að markmiðið yfirtökumanna hafi ávallt verið að komast yfir eignir félagsins.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward