Ólíklegt en ekki óhugsandi að Rúv bregðist við kröfum frambjóðenda

Rúv hefur ekki tekið ákvörðun um hvort brugðist verður við óskum allra forsetaframbjóðenda nema Katrínar Jakobsdóttur, sem hafa farið fram á að kappræða forsetaefnanna á föstudag fari fram í einu lagi og að öllum frambjóðendum viðstöddum.

Rúv hugðist skipta umræðunni í tvo þætti og miða við fylgi í skoðanakönnum.

Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri Rúv, segir í svari við fyrirspurn Samstöðvarinnar að engin ákvörðun hafi verið tekin.

Ekki sé nýtt að RÚV sjái ástæðu til að skipta upp síðari umræðuþætti fyrir kosningar með einhverju móti. Skipting af þessu tagi eigi sér mörg fordæmi í nágrannalöndum okkar, og jafnvel að einungis þeim framboðum sem mælist yfir tilteknum þröskuldi sé boðin þátttaka.

Þá hafi Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE), sem fylgist með framkvæmd kosninga hér á landi, engar athugasemdir gert við skiptingu.

„Þvert á móti var sérstaklega fjallað um það í skýrslu ÖSE eftir alþingiskosningarnar 2013, að of fjölmennir umræðuþættir hefðu þótt til vansa.“

Einnig segir Heiðar Örn að fjallaðhafi verið um skiptingu í umræðuþætti fyrir forsetakosningarnar 2016 í skýrslu Fjölmiðlanefndar. Mat nefndarinnar var að skiptingin samræmdist ákvæðum laga um Ríkisútvarpið um hlutlægni, jafnræði og fagleg vinnubrögð.

„Þegar þarna verður komið sögu, kvöldið fyrir kjördag, munu frambjóðendur hafa haft nær fulla kosningabaráttu til að ná eyrum þjóðarinnar og kappræðurnar eru þar lokahnykkurinn,“ segir fréttastjóri Rúv.

„Okkur finnst mikilvægt, með hliðsjón af öllu ofangreindu, að áhorfendur geti sem best borið saman þá frambjóðendur sem njóta stuðnings yfirgnæfandi meirihluta kjósenda. Eftir sem áður verður gætt að því að allir frambjóðendur hafi sem jafnastan tíma til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí