Starfsfólk á hótelinu Tempe Mission Palms í Arizona, tók upp verkfallsvopnið á ný þann 8. maí eftir að hafa farið í verkfall í febrúar, sem stóð yfir í næstum einn mánuð.
Tempe Mission Pals hefur verið kallað hryllingshótel. Starfsfólk fer fram á hærri laun, betri sjúkratryggingar, lífeyrisréttindi og sanngjarnt og mannúðlegt vinnuálag. Starfsfólkið hefur verið án samnings frá júní 2023 og hefur haldið uppi baráttu til að fá Hyatt-hótelkeðjuna til samningaviðræðna.
Í febrúar sl. hóf starfsfólk verkfall til að mótmæla hótunum stjórnenda í garð starfsmanna og uppsögn Davíðs Borgar, starfsmanns sem hafði ásakað yfirmann sinn um áreitni gagnvart starfsfólki. Öryggisvörður fylgdi Davíð út úr skrifstofu yfirmannsins og einnig var lögreglan kölluð á vettvang.
Davíð lýsti því að starfsfólk ætti ekki að vera meðhöndlað sem vélar, heldur sem manneskjur með grundvallarmannréttindi. Starfsfólk Hyatt-hótelkeðjunnar segir að þetta séu ekki ný vandamál, heldur hafi þetta viðgengist í mörg ár. Ekki hafa verið sett tímamörk fyrir verkfallið og óákveðið hversu lengi það mun vara.
Starfsfólkið er í verkalýðsfélaginu UNITE HERE Local 11, sem starfar á svæðinu Suður-Kalifornia og Arizona og er með yfir 32.000 félaga í þjónustugreinum á hótelum, veitingastöðum, háskólum, ráðstefnuhöllum og flugvöllum, þ.á m. 3.000 starfsmenn Walt Disneys.