Rekinn í lögreglufylgd frá hótelinu

Starfsfólk á hótelinu Tempe Mission Palms í Arizona, tók upp verkfallsvopnið á ný þann 8. maí eftir að hafa farið í verkfall í febrúar, sem stóð yfir í næstum einn mánuð.

Tempe Mission Pals hefur verið kallað hryllingshótel. Starfsfólk fer fram á hærri laun, betri sjúkratryggingar, lífeyrisréttindi og sanngjarnt og mannúðlegt vinnuálag. Starfsfólkið hefur verið án samnings frá júní 2023 og hefur haldið uppi baráttu til að fá Hyatt-hótelkeðjuna til samningaviðræðna.

Í febrúar sl. hóf starfsfólk verkfall til að mótmæla hótunum stjórnenda í garð starfsmanna og uppsögn Davíðs Borgar, starfsmanns sem hafði ásakað yfirmann sinn um áreitni gagnvart starfsfólki. Öryggisvörður fylgdi Davíð út úr skrifstofu yfirmannsins og einnig var lögreglan kölluð á vettvang.

Davíð lýsti því að starfsfólk ætti ekki að vera meðhöndlað sem vélar, heldur sem manneskjur með grundvallarmannréttindi. Starfsfólk Hyatt-hótelkeðjunnar segir að þetta séu ekki ný vandamál, heldur hafi þetta viðgengist í mörg ár. Ekki hafa verið sett tímamörk fyrir verkfallið og óákveðið hversu lengi það mun vara.

Starfsfólkið er í verkalýðsfélaginu UNITE HERE Local 11, sem starfar á svæðinu Suður-Kalifornia og Arizona og er með yfir 32.000 félaga í þjónustugreinum á hótelum, veitingastöðum, háskólum, ráðstefnuhöllum og flugvöllum, þ.á m. 3.000 starfsmenn Walt Disneys.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí