Líkt og greint var frá á dögunum stefna Hagar að því selja áfengi í Hagkaup með krókaleiðum og nýta þannig óljós lög í kringum netverslun víns. Einn af stærstu eigendum Haga er Gildi lífeyrissjóður en formaður IOGT á Íslandi, Björn Sævar Einarsson, segir í aðsendri grein sem birtist á Vísi að með þessum áformum sé Gildi að brjóta eigin siðareglur. Björn vitnar í téðar siðareglur en þar segir:
„Virðing er borin fyrir markmiðum og tilgangi laga og í starfsemi sjóðsins er ekki reynt að þræða markalínur þess sem er löglegt.“og „Jafnan skal svara spurningum í samræmi við bestu vitneskju og án nokkurrar tilraunar til þess að villa um fyrirspyrjandaeða afvegaleiða viðkomandi.“
Björn Sævar segir algjörlega ljóst að áfengsala í Hagkaup sé ólögleg í dag. „Löggjöfin hefur ekki ráðgert að hafa markaðsvæðingu sem grundvöll sölu áfengis, heldur er sérstaklega tekið fram í löggjöfinni að lýðheilsa og samfélagsleg ábyrgð séu grundvöllurinn.ÁTVR segir einnig að netsalan, eins og hún fer nú fram hérlendis, er ólögleg. Um þetta má lesa í skýrum formála forstjóra ÁTVR í ársskýrslunni fyrir 2023.Þá hafa heilbrigðisráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra einnig lýst sinni skoðun á þessu,“ segir Björn Sævar.
Hann segir ÁTVR einnig styðja þessa lagatúlkun. „Á mannamáli þýðir þetta að netsalan sé ólögleg. Ætlar Gildi að horfa í hina áttina þegar Hagkaup brýtur að öllum líkindum lögvarða hagsmuni ÁTVR? Ætlar stjórnarformaður Gildis að sitja þegjandi undir því og gera siðareglur Gildis þannig að engu?,“ spyr Björn Sævar og bætir við að lokum:
„Þá segir fjármála- og efnahagsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, sem fer með málefni ÁTVR, í Bylgjunniþann 23.maí sl. að honum sýnist að staðan sé ekki í samræmi við lög og láti nú kanna það lögfræðilega í ráðuneytisínu. Ætlar stjórnarformaður Gildis að hundsa þetta? Finnst stjórnarformanni Gildis að sjóðurinnstandi undir siðareglunni um að „Virðing er borin fyrir markmiðum og tilgangi laga og í starfsemi sjóðsins er ekki reynt að þræða markalínur þess sem er löglegt.“?“