Segir Guðrúnu vísvitandi horfa fram hjá lögbroti

„Sá ráðherra lætur það viðgangast að hafin sé hér ólögleg verslun með áfengi. Þetta er netverslun, en aðeins til málamynda, því að smásalan er að öllu leyti á staðnum, en enginn véfengir að hún er ólögleg. Dómsmálaráðherrann hefur margoft látið á sér skilja að á leiðinni sé frumvarp sem lögleiði netverslun með áfengi og geri þannig lögleysuna löglega. Fram til þessa virðist lögleysan þó ekki hafa raskað ró ráðherra.“

Þetta segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, í pistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins. Hann fullyrðir að þökk sé Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra þá haldi lögreglan og saksóknari að sér höndum þrátt fyrir augljós lögbrot í þessum málaflokki.

„Þessi brot á lögum hafa margoft verið kærð til lögreglu í ýmsu formi. Einn ágætur maður greip til þess ráðs þegar hann var orðinn úrkula vonar um að nokkuð yrði að gert, að hann keypti áfengi í ólöglegri áfengisverslun og kærði síðan sjálfan sig í kjölfarið í þeirri von að það gæti orðið til að hreyfa við lögreglu og ákæruvaldi. Lögreglan hefur nefnilega ekkert aðhafst þrátt fyrir augljós lögbrot, saksóknari haldið að sér höndum svo og ráðherrann,“ segir Ögmundur.

Þetta séu ekki einu lögbrotin sem fá að viðgangast um þessar mundir. „Sama er uppi á teningnum hvað varðar auglýsingar á áfengi. Þær eru bannaðar á Íslandi sem kunnugt er. Það bann hefur hins vegar verið margbrotið og jafn oft hefur það lögbrot verið kært af hálfu Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum. Aftur engin viðbrögð af hálfu lögreglu, saksóknara, dómsmálaráðherra, ríkisstjórnar, Alþingis og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins rumskar ekki einu sinni þótt henni beri skylda til að hafa eftirlit með því að framkvæmdavald og stjórnsýsla fari að lögum og geri athugasemd ef landslög eru ekki virt,“ segir Ögmundur.

Hér má lesa pistilinn í heild sinni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí