„Spillt og löglaus aðferð fasteignasala að gefa ekki upp tilboðsverð“

Í fasteignaviðskiptum á Íslandi er sjaldgæft að tilboðslistar séu opinberir eða aðgengilegir fyrir alla bjóðendur. Þetta þýðir að kaupendur vita oft ekki um önnur tilboð eða upp á hvað var boðið. Fasteignasalinn vill ekki upplýsa það en lætur í ljósi að kauptilboð sé komið. Sé gegnið á hann af hverju, ber fasteignasalinn fyrir sig að hann megi ekki upplýsa boðið, samkvæmt lögum. Hvaða lög eru það? Þessi skortur á gagnsæi getur leitt til þess að kaupendur bjóði hærra verð en þeir annars myndu gera ef þeir vissu um önnur tilboð eða fasteignasali getur logið því að kauptilboð sé komið. Allir geta séð í hendi sér að þetta fyrirkomulag er mjög fjandsamlegt neytendum, það er að segja kaupendum í þessu tilviki.

„Það er spillt og löglaus aðferð fasteignasala að gefa ekki upp tilboðsverð, þegar það berst kauptilboð. Þar er ,,leynihyggju“ beitt, þannig að tilboðsbjóðendur vita ekki hvaða boð hafa borist í eignina eða yfir höfuð hvort það hafi borist nokkurt kauptilboð. Fasteignasalinn lætur liggja að því að komið sé kauptilboð og hann segi ekki bjóðandanum upp á hvaða fjárhæð það sé. Það segir honum ekkert að hann geti það ekki.“ ,, Þessi aðferðafræði hefur spennt upp verð á fasteignamarkaði fram úr hófi. Það er allt annað mál ef kaupandinn tekur meðvitaða og upplýsta ákvörðun um að bjóða hærra verð í fasteignina. Það þýðir ekki endilega að yfirboð verði ekki, en þá er verið að taka upplýsta ákvörðun um að bjóða yfirverð. Það er náttúrulegra”, Yfirverð á fasteignum sem dæmin sanna, eykur hitann í hagkerfinu. Það þýðir hærri stýrivexti og meiri verðbólga,” segir Finnbogi Kristjánsson sem er reyndur og löggiltur fasteigna-, skipa- og fyrirtækjasali, auk þess að vera löggiltur leigumiðlari. Hann er eigandi FRÓN fasteignamiðlunar og hefur starfað í fasteignageiranum síðan 1986.

Þannig getur sá sem leggur fram kauptilboð haldið ranglega að eignin sé að fara á yfirverði og boðið of mikið í von um að hann sé þá öruggur um að fá eignina. Þannig má segja að kaupandi taki ,,óupplýsta ákvörðun” um rétt verð án upplýsinga um önnur tilboð. Spurning er hvort svona aðferðafræði fasteignasalans ætti að vera kæranleg. Lög hér á landi til þess ná ekki utan um svona vafasama viðskiptahætti.

En þetta þarf ekki að vera svona, á Norðurlöndum er venjan allt önnur, til dæmis á stærsta fasteignavef Danmerkur, eins og Boligsiden, eru eignir og tilboð sýnileg á netinu sem verður að teljast mikið heilbrigðari viðskiptahættir. Þessi vinnubrögð í tilboðsferlinu á Norðurlöndum eru ekki endilega bundin í lög heldur er um venju að ræða.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí