Stríðið um íslenskuna stærra en marga grunar: „Hvar er virðingin fyrir íslenskunni?“

Stríðið um íslenskuna er stærra en marga grunar ef marka má pistil sem Þorbjörg Þorvaldsdóttir, verkefnastýra Samtakanna ’78, deilir nú síðdegis. Ekki nóg með að margir vilja útrýma kyni úr íslensku, líkt og sumir hafa haldið fram, þá standi yfir pólitískar ofsóknir á hendur viðtengingarhætti þátíðar. Hún spyr hvers eigi viðtengingarhátturinn að gjalda.

„Nú um stundir standa yfir pólitískar ofsóknir á hendur viðtengingarhætti þátíðar. Fréttafólk á hinum ýmsu miðlum neitar að nota fullkomlega eðlilegar sagnmyndir líkt og gengi, færi, nyti eða fengi og hafa einfaldað mál sitt svo um munar með óhóflegri notkun hjálparsagna,“ skrifar Þórbjörg og nefnir svo nokkur dæmi:

„Nú segir margt málsmetandi fólk í sífellu myndi ganga, myndi fara, myndi njóta, myndi fá og það má nú segja ýmislegt misjafnt um þau sem ekki nota viðtengingarhátt yfir höfuð – hvorki á hjálpar- né aðalsögnum. Engin áhersla er lögð á þetta grundvallaratriði í grunnskólum þessa lands og málnotkunin er hvergi leiðrétt né bent á að til eru fullkomlega eðlilegar sagnmyndir í viðtengingarhætti þátíðar sem rétt væri að nota í miklu meira mæli.“

Hún spyr kerskin að lokum hvar sé sómakennd þessa fólks. „Við þau sem telja að þetta sé náttúrulegur breytileiki í málinu vil ég segja: Hvar er sómakennd ykkar? Hvar er virðingin fyrir íslenskunni? Það er ótækt að viðtengingarhætti þátíðar sé sópað út af borðinu með þessum hætti án nokkurrar umhugsunar.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí