Þingmaður hjólar í Katrínu

Þingfundir Alþingis liggja niðri fram yfir kjördag vegna forsetakosninganna.

Sumir þingmenn taka þó opinberlega þátt í lofi, lasti eða gagnrýni á frambjóðendur.

Þannig gerir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður pírata, að yrkisefni þau ummæli Katrínar að „þannig virki lýðræðissamfélög“ í nýjum pistli þingmannsins  á facebook.

Björn Leví vitnar til orða Katrínar sem ratað hafa í fréttir í dag:

„Ef ég teldi að ég hefði svikið þjóðina þá væri ég ekki að gefa kost á mér í þetta embætti. Ég held að fólk hafi kynnst mér ágætlega sem stjórnmálamanni og viti ósköp vel að í stjórnmálum myndi ég alltaf gera það sem í raun og veru er gagnrýnt mest, það er að segja að leita lausna, leita málamiðlana, því að þannig virka lýðræðissamfélög.“

Björn Leví segir að skoðanakannir sýni að Katrín hafi að minnsta kosti svikið eitthvað.

„Kannski ekki endilega þjóðina, en amk. ákveðnar væntingar sem fólk gerði til hennar. Svo sem um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, vernd náttúrunnar og örugglega ýmislegt annað.“

Hitt finnst honum enn áhugaverðara, að svona virki lýðræðissamfélög út frá skilningi Katrínar.

„Þetta er fullyrðing en ekki skoðun og þessi skoðun er augljóslega röng. Svona virka lýðræðisríki meðal annars. En það skiptir alveg máli hvernig við leitum málamiðlana og til hverra. Það virkar nefnilega ekki þannig að þegar við leitum málamiðlana td í þjóðaratkvæðagreiðslu að við getum bara hunsað niðurstöðuna. Eða að við leitum bara málamiðlana með öðrum flokkum innan meirihluta… og ýmislegt þess háttar.

Ég geri mér svo sem grein fyrir að Katrín meinti þetta kannski nær því sem ég er að lýsa en verk ríkisstjórnar hennar báru þess ekki merki. Og það er kannski það helst sem fólki finnst vera svik. Mér finnst það allavega. Það er bara mín skoðun á þessu.“

Þá segir Björn Leví: „Að fara út í að segjast ekki hafa svikið þjóðina er klassíst öfga umræðutækni hjá pólitíkusum. Lang flestir eru ekkert að ásaka Katrínu um landráð eða eitthvað þvíumlíkt. Smá strámaður í þessu hjá henni. Mjög algengt.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí