Tími til að poppa – kappræður í kvöld

Þeir sem eiga engan poppmaís ættu að skeiða út í búð og kaupa AKRA smjörlíki með baununum, því í kvöld hefjast kappræður á Rúv milli frambjóðenda til Bessastaða.

Þeir eru ekki fáir fyrir kosningarnar þetta árið, sem hefur verið lýst sem mest spennandi kosningum um áratuga skeið.

Sex konur og sex karlar eru í framboði. Kappræðan hefst klukkan 19:40.

Kannanir hafa undanfarið ýmist mælt Höllu Hrund Logadóttur orkumálastjóra eða Katrínu Jakobsdóttur með mest fylgi. Margt getur breyst fram á kjördag.  Sagan sýnir að frammistaða frambjóðenda í sjónvarpskappræðum getur sveiflað fylgi umtalsvert.

„Fólk vill geta séð fyrir sér að frambjóðandi ráði við verkefnið, komi fram með hætti sem hæfir embættinu og geti verið Íslandi til sóma,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí