Treystir sér ekki til að kjósa gamlan nemanda

Stjórnmál 29. maí 2024

„Eins mikið og ég vildi geta kosið minn gamla og góða nemanda Katrínu Jakobsdóttur á laugardaginn er mér það lífsins ómögulegt.“

Þannig hefur Eiríkur Rögnvaldsson mál sitt í ítarlegri grein undir yfirskriftinni MINN FORSETI.

Eiríkur segir nokkrar ástæður að baki afstöðu hans sem hafi ekkert með manneskjuna Katrínu að gera. Honum finnst persónulegar árásir á hana til skammar.

En hvers vegna getur Eiríkur ekki hugsað sér að kjósa Katrínu?

„Mér finnst óheppilegt, svo að ekki sé sagt ótækt og ósiðlegt, að fara beint úr forsætisráðherrastól í forsetaembætti,“ er meðal þess sem Eiríkur skrifar.

Hann ræðir að ef Katrín verður forseti muni hún fá til staðfestingar lög sem byggjast að einhverju leyti á störfum ríkisstjórnarinnar meðan hún veitti henni forystu, og sem jafnvel voru undirbúin í ráðuneyti hennar.

„Samkvæmt stjórnsýslulögum er starfsmaður vanhæfur hafi hann tekið þátt í meðferð máls á lægra stjórnsýslustigi, og þótt stjórnsýslulög gildi ekki um forseta Íslands er ljóst að þetta ákvæði var ekki sett þarna að ástæðulausu.“

Aðalástæða þess að Eiríkur getur ekki hugsað sér að kjósa sinn gamla nemanda er eftirfarandi:

„Meginástæðan fyrir því að ég get ekki kosið Katrínu er þó aðgerða- og afstöðuleysi hennar og ríkisstjórnar hennar í málefnum Palestínu. Ég efast ekkert um að hún styðji sjálf palestínsku þjóðina af heilum hug en það er ekki nóg – hún gat sem forsætisráðherra talað miklu ákveðnar. Það þýðir ekkert að segja alltaf bara að Sjálfstæðisflokkurinn hafi forræði yfir utanríkismálum. Skýrt dæmi þar sem Katrín hefði getað tekið afstöðu en gerði það ekki er í viðtali við Ríkisútvarpið eftir að utanríkisráðherra stöðvaði greiðslur til UNWRA. Þar var hún spurð einfaldrar já/nei spurningar, hvort hún væri sammála ákvörðun utanríkisráðherra. Hún hefði vel getað sagt „Nei, ég er ekki sammála, en þessi ákvörðun er á valdi utanríkisráðherra“ – en hún gerði það ekki, heldur kaus að vera með málalengingar sem sögðu ekki neitt. „

Þá segir Eiríkur miklu fleiri dæmi þar sem rödd Íslands hefði þurft að heyrast skýrar.

„Og nú hefur forsetaframboð Katrínar orðið til þess að helsti bandamaður hennar er orðinn forsætisráðherra og bætir hressilega í skömm Íslands í þessu máli,“ segir Eiríkur meðal annars og ætlar að kjósa Höllu Hrund.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí