Í Argentínu eins og á Íslandi eru kennarar vanmetnir og vanlaunaðir. Fimmtudaginn 23. maí hófu kennarar í argentínskum ríkisskólum og háskólum verkfall til að mótmæla launakjörum og vinnuskilyrðum. Lífeyrisþegar, heilbrigðisstarfsfólk og kennarar eru þeir sem finna mest fyrir verðbólgu vegna nýfrjálshyggu efnahagsstefnu Milei-stjórnarinnar.
Í Misiones-héraði, þar sem öflugustu mótmælin áttu sér stað síðustu viku, urðu kennarar í verkfalli fyrir árásum lögreglu í borginni Posadas.
Kennarar líkja niðurskurðarstefnu Mileis við stefnu Carlos Menem, fyrrverandi forseta á tíunda áratugnum, sem var mjög mikill nýfrjálshyggjupési og fyrirmynd Mileis.
Verkfallsfólk krefst ekki aðeins launahækkana heldur einnig endurupptöku á menntastyrktarsjóð (FONID) sem Milei hefur nýlega lagt niður.
„Við krefjumst styrkja fyrir háskóla og aðrar stofnanir í skyldunámi. Við krefjumst þess að FONID verði endurvakið og bætur hækkaðar til að mæta ójöfnuði,“ segir Angelica Graciano, formaður CTERA stéttarfélagsins.
Kennara-, heilbrigðis- og lögreglumótmæli héldu áfram í Misiones-héraði í vikunni. Síðasta miðvikudag komu heilbrigðisstarfsfólk saman í Posadas-borg ásamt starfsfólki orkufyrirtækja, sem mótmæltu fyrir utan skrifstofur Posadas rafveitunnar.
Manuel Adorni, háttsettur embættismaður í Milei-stjórninni, hefur lýst því yfir að stefna stjórnvalda muni halda áfram þrátt fyrir mótmælin og verkföllin.
Á sjálfstæðisdaginn, 25. maí, ferðaðist Milei forseti til iðnaðarborgarinnar Córdoba sem hluti af hátíðarhöldunum. Hundruð starfsfólk úr Samtökum ríkisstarfsfólks (ATE) komu í veg fyrir að hann gæti komist inn í borgina.
Öryggissveitir, sem voru sendar til að bæla niður mótmælendur, tókust að ryðja veginn fyrir Milei út af flugvellinum, eftir að hafa orðið fyrir áhrifum af eigin táragasi vegna skyndilegra breytinga á vindátt. Forsetinn flutti ræðu sína frá tröppum héraðsstjórnarhússins, umkringdur af lögregluvarðliði, fyrir framan fámennan hóp sem var hringsettur af mótmælendum úr opinbera geiranum.
Mynd: Fjöldamótmæli gegn Milei, forseta Argentínu í Santa Fe-héraði í Argentínu.