Verkfallsbylgja ríður yfir Argentínu – Kennarar á móti nýfrjálshyggju „umbótum“

Í Argentínu eins og á Íslandi eru kennarar vanmetnir og vanlaunaðir. Fimmtudaginn 23. maí hófu kennarar í argentínskum ríkisskólum og háskólum verkfall til að mótmæla launakjörum og vinnuskilyrðum. Lífeyrisþegar, heilbrigðisstarfsfólk og kennarar eru þeir sem finna mest fyrir verðbólgu vegna nýfrjálshyggu efnahagsstefnu Milei-stjórnarinnar.

Í Misiones-héraði, þar sem öflugustu mótmælin áttu sér stað síðustu viku, urðu kennarar í verkfalli fyrir árásum lögreglu í borginni Posadas.

Kennarar líkja niðurskurðarstefnu Mileis við stefnu Carlos Menem, fyrrverandi forseta á tíunda áratugnum, sem var mjög mikill nýfrjálshyggjupési og fyrirmynd Mileis.

Verkfallsfólk krefst ekki aðeins launahækkana heldur einnig endurupptöku á menntastyrktarsjóð (FONID) sem Milei hefur nýlega lagt niður.

„Við krefjumst styrkja fyrir háskóla og aðrar stofnanir í skyldunámi. Við krefjumst þess að FONID verði endurvakið og bætur hækkaðar til að mæta ójöfnuði,“ segir Angelica Graciano, formaður CTERA stéttarfélagsins.

Kennara-, heilbrigðis- og lögreglumótmæli héldu áfram í Misiones-héraði í vikunni. Síðasta miðvikudag komu heilbrigðisstarfsfólk saman í Posadas-borg ásamt starfsfólki orkufyrirtækja, sem mótmæltu fyrir utan skrifstofur Posadas rafveitunnar.

Manuel Adorni, háttsettur embættismaður í Milei-stjórninni, hefur lýst því yfir að stefna stjórnvalda muni halda áfram þrátt fyrir mótmælin og verkföllin.

Á sjálfstæðisdaginn, 25. maí, ferðaðist Milei forseti til iðnaðarborgarinnar Córdoba sem hluti af hátíðarhöldunum. Hundruð starfsfólk úr Samtökum ríkisstarfsfólks (ATE) komu í veg fyrir að hann gæti komist inn í borgina.

Öryggissveitir, sem voru sendar til að bæla niður mótmælendur, tókust að ryðja veginn fyrir Milei út af flugvellinum, eftir að hafa orðið fyrir áhrifum af eigin táragasi vegna skyndilegra breytinga á vindátt. Forsetinn flutti ræðu sína frá tröppum héraðsstjórnarhússins, umkringdur af lögregluvarðliði, fyrir framan fámennan hóp sem var hringsettur af mótmælendum úr opinbera geiranum.

Mynd: Fjöldamótmæli gegn Milei, forseta Argentínu í Santa Fe-héraði í Argentínu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí