Vonir um vopnahlé urðu að engu

Gaza 7. maí 2024 Björn Þorláksson

Eftir að Palestínumenn fögnuðu á götum úti í gær vegna vonar um vopnahlé á Gaza greip Ísraelsher til aðgerða í gærkvöld og ruddist inn í Rafah við landamæri Egyptalands og Gaza. Ísraelski herinn drap í nótt tugi fólks sem þeir segja hryðjuverkamenn. Um milljón Palestínumenn eru í Rafah.

New York Times segir að göng og gangaop hafi fundist við landamærin.

Bandaríkjamenn hafa goldið varhug við að Ísraelsmenn létu til skarar skríða í Rafah.

Vígin í nótt eru salt í sár þeirra sem töldu að hyllt gæti undir vopnahlé.

Yfir 30 þúsund manns hafa verið drepin á Gaza.

Sjö af hverjum tíu föllnum fórnarlömbum eru konur og börn.

Yfir 1,7 milljónir manna, helmingur börn, hefur þurft að yfirgefa heimili sín. Íbúar Gaza standa frammi fyrir matarskorti og hungursneyð. Fjögur af hverjum fimm heimilum skortir öruggt og hreint vatn. 3,1 milljón manns eru í neyð á landsvísu.

Í kvöld fara fram samstöðutónleikar í Háskólabíói til stuðnings Palestínu. Á sama tíma syngur Hera Björk Þórhallsdóttir í undankeppni Evróvisjón í Malmö fyrir Íslands hönd.

Hvatt hefur verið til sniðgöngu vegna þátttöku Ísrael í keppninni vegna voðaverkanna á Gaza sem líkt hefur verið við þjóðarmorð.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí