Ákvörðunar um framtíð hvalveiða að vænta á þriðjudaginn

Spennan magnast á Alþingi, þar sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, tilkynnti í dag í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi að ákvörðunar hennar um framtíð hvalveiða muni liggja fyrir á þriðjudag.

Bjarkey segir þennan frest hafa verið gefinn svo að Hvalur hf., sem sækist eftir leyfisveitingu til hvalveiða á ný, fái tíma til að bregðast við umsögnum sem ráðherranum hefur borist frá 16 mismunandi aðilum.

Það er alls ekki ljóst hvorum megin ráðherrann mun lenda með ákvörðun sína, en mikið er í húfi sama í hvorn fótinn verður stigið.

Samstöðin fjallaði um málið í gær, en í stuttu máli sagt þá þarf Bjarkey að ákveða hvort hún fylgi fordæmi Svandísar og banni hvalveiðar, sem væri bæði meirihlutavilji almennings og sömuleiðis sterkur stuðningur er við meðal kjósenda Vinstri grænna. Það hefði þá áhættu að stofna ríkisstjórnarsamstarfinu í hættu þar sem Svandís kom nærri því að fá vantrausti lýst yfir af hálfu þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknar þegar hún tók slíka ákvörðun á síðasta ári.

Bjarkey getur leyft hvalveiðar og þannig haldið kyrrð og sátt á stjórnarheimilinu en með því gæti flokkurinn misst endanlega allan stuðning, en flokkurinn mælist nú í 3,3%.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí