„Á næstu dögum mun ég, Stefán Pálsson, senda Lilju Dögg Alfreðsdóttur kæru“

„FRÉTTATILKYNNING. KÆRA VEGNA LÖGBROTA RÍKISÚTVARPSINS. Á næstu dögum mun ég, Stefán Pálsson sjálfstætt starfandi sagnfræðingur, senda Lilju Dögg Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra kæru.“

Svo hefst færsla Stefáns Pálssonar á Facebook þar sem hann hefur svipaða tilkynningu að háði og spotti. Sú tilkynning var um kynjað tungumál, ein af nýjustu vígvöllum menningarstríðsins. Stefán heldur áfram:

„Kæran er vegna þeirrar ákvörðunar Ríkisútvarpsins að taka árið 1987 til sýninga bresku ungmennaþættina um Þrífætlingana, þrátt fyrir að stofnuninni hafi um þær mundir verið kunnugt að BBC hefði ákveðið að hætta framleiðslu þeirra eftir tvær þáttaraðir af þremur. Það var gríðarlegt áfall fyrir margan barnshugann þegar seinni þáttaröðinni lauk og útlit var fyrir að hinn illi her geimverukúgaranna hefði náð að ráða niðurlögum andspyrnuhreyfingarinnar og dæmt mannkynið þar með til ævarandi þrældóms og kúgunnar. Hafði hatrið sigrað?

Ljóst er að með þessari framkomu sinni braut Ríkisútvarpið gegn mikilvægum kúnnahópi og þeim sem varnarlausastan má telja. Þó langt sé um liðið er rétt að einhver verði látin sæta ábyrgð vegna þessa.

Kær kveðja,

Stefán Pálsson“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí