Áhyggjur vegna uppgangs harðlínuflokka fyrir Evrópuþingskosningar

Forsetakosningarnar á Íslandi hafa lítið vægi miðað við Evrópuþingkosningarnar og ættu íslenskir fjölmiðlamenn að huga frekar að breytingum sem kynnu að vera í pípunum í Evrópu en heimilishaldinu á Bessastöðum.

Þetta segja stjórnmálaskýrendur sem Samstöðin hefur rætt við vegna Evrópuþingkosninganna sem hefjast á morgun. Búist er við fyrstu tölum síðdegis á sunnudag.

720 þingsæti á Evrópuþinginu eru í boði og hafa um  370 milljónir kjósenda rétt til að ganga að kjörborðinu. Kosningaþáttaka gæti orðið um 50 prósent. Margir óttast aukinn tilstyrk harðlínu- og hægri flokka sem ógni hófsamari stefnu og framtíð Evrópu sem heildar. Kristján Kristjánsson, heinmspekingur og prófessor við breskan háskóla telur að framtíð Íslendinga ráðast meir af kosningunum í Evrópu en í baráttum um Bessastaði.

Ursula von der Leyen, núverandi forseti framkvæmdastjórnar ESB, gæti þurft að glíma við flóknar málamiðlarnir ef úrslit verða harðlínuölfum í hag líkt og kannanir mæla að gæti orðið. Hafa  Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar og hinn ítalska Meloni verið til umfjöllunar í erlendum fjölmiðlum vegna kosninganna fram undan síðustu daga, sem og Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands,

Niðurstöður kosninganna gætu hæglega haft töluverð áhrif á samband EES-ríkjanna við Evrópusambandið, ekki síst ef harðlínu-hægri flokkar og flokkahópar auka styrk sinn á þinginu og beita áhrifum á stefnumál Evrópusambandsins, að því er Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir í viðtali við Rúv.

Um hörðustu flokkana segir Eiríkur

„Í þessu eru vissar hættur fyrir EES-samninginn því þessir flokkar huga fremur að hagsmunum heima fyrir heldur en að víðari alþjóðasamvinnu. Því gæti þrengst um þá sem standa fyrir utan bandalagið. Á móti kemur að þá er líka hugsanlegt að verði grundvallarbreyting á bandalaginu og það verði veigaminna og þjóðríkin fái aukið vægi, þá færist bandalagið jú nær því sem bæði Noregur og Ísland vilja sjá. Svo það fer kannski eftir þróuninni hvort þarna skapist fremur tækifæri eða ógnir, en ég held nú samt að ógnin sé augljósari.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí