Aukin umhverfisvernd eyði landsbyggð

Þorgrímur Sigmundsson, varaþingmaður Miðflokksins, sakaði ríkisstjórnina úr pontu Alþingis í dag um að leggja steina í götu almennings með því að stefna að því að nýskráningar bíla sem eru knúnir dísel eða bensíni verði stöðvaðar innan nokkurra ára.

Þorgrímur segir ekki að undra að Vinstri grænir séu ótengdir veruleikanum eins og vanalega. Hann gagnrýnir sjálfstæðismenn og framsóknarmenn í ríkisstjórninni harðlega fyrir að hefta frelsi þeirra sem aka á bílum sem nota jarðeldsneyti. Breytingarnar bitni fyrst og fremst á tekjulágu fólki úti á landi.

Um allan heim hafa stjórnvöld reynt að hamla gegn losun gróðurhúsalofttegunda með aðgerðum gagnvart samgöngutækjum sem nota jarðefnaeldsneyti.

Loftslagsbreytingar munu bitna verst á tekjulágum og undirsettu fólki í samfélaginu að því er segir í nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí