Bjarkey leyfir hvalveiðar
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra tók ákvörðun um hvalveiðar í morgun og var ákvörðun hennar upplýst að loknum fundi ríkisstjórnar.
Bjarkey veitir Hval hf. veiðileyfi til veiða á langreyðum, samtals 128 dýrum.
Sextán umsagnir bárust matvælaráðuneytinu vegna málsins fyrir helgi en framkvæmdastjóri Hvals hefur sagt torsótt að hefja veiðarnar í ár vegna þess hve ákvörðun hefur dregist.
Með ákvörðuninni er talið að Bjarkey framlengi líf ríkisstjórnarinnar en veki enn frekari usla innan raða náttúruverndarsinna í eigin flokki.
Bjarkey segist hafa tekið ákvörðunina gegn eigin vilja en telur sig fara að lögum með því að leyfa hvalveiðarnar. Hún viðurkennir að ákvörðunin kunni að hafa neikvæð áhrif á fylgi við VG sem komið var niður í 3,3 prósent fyrir ákvörðun Bjarkeyjar.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward