Bjarni sakar þingmenn um þvælu

Snarpar umræður urðu á Alþingi í dag þar sem forsætisráðherra sakaði þingmenn minnihlutans um að fara með þvælu.

Óp og köll urðu í þingsal er mest gekk á.

Þingmenn höfðu gert athugasemd við að útlendingalög yrðu á dagskrá í dag og sýndu svipbrigði Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra að honum þótti lítið um málflutninginn.

Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar, gerði athugasemd við að forsætisráðherra vogaði sér að hlæja framan í opið geðið á stjórnarandstöðunni.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra varð til svara og kallaði það þvælu að ekki mætti ræða útlendingafrumvarpið í dag.

Varð af þessu mikið orðaskak.

Umræða fór fram um breytingar á fjármálaætlun. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, ræddi að hún sem nefndarmaður í fjárlaganefnd hlyti að gera athugasemdir við breytingar á fjármálaáætlun að loknu nefndaráliti sem hún hefði skrifað undir.

Sérstaklega nefndi Kristrún að Þjóðaróperan væri dottin út úr fjármálaætluninni.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra, svaraði og sagði rangt að þjóðaróperan væri ekki fjármögnuð. Hún sagði að gengið yrði frá málinu á haustþingi.

Aðrir þingmenn í minnihlutanum sögðu ástæðu breytinga þá að ekki væri til peningur í ríkiskassanum.

23 mál eru áætluð á dagskrá þingsins í dag.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí