Íbúar í Jemen, Palestínu og Mjanmar bíða spenntir eftir stuðningi Þórdísar

Íbúar í Jemen ráku vafalaust upp stór augu í morgun þegar þeir lása aðsenda grein eftir Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttir, utanríkisráðherra Íslands, í morgun. Þar segir Þórdís Kolbrún að það sé í raun stefna íslenska ríksins að styðja fjárhagslega fólk sem berst fyrir sjálfstæði sínu og frelsi gegn blóðugri innrás. Sá fjárstuðningur hefur líklega fallið milli skips og bryggju. En Jemenar hefði tvímælalaust þegið slíka aðstoð með þökkum, ekki síst eftir að Sádí-Arabía hóf blóðuga innrás.  

Raunar eru sorglega margar þjóðir sem berjast fyrir frelsi sínu í dag sem hafa gleymst í utanríkisráðuneytinu. Palestínumenn hefðu líklega ekki slegið hendinni við fjárhagslegum stuðning Þórdísar Kolbrúnar í vopnaðri sjálfstæðisbaráttu sinni. Uppreisnarmenn í Mjanmar, áður Búrma, í borgarastríðinu þar bíða svo spenntir eftir Íslandsgullinu en þau átök snúast að verulegum hætti um þjóðerni og því sjálfstæðisbaráttu. Svona mætti lengi telja. Átök sem falla undir þessa skilgreiningu Þórdísar Kolbrúnar eru svo nánast óteljandi í Afríku, en hefð fyrir því á Vesturlöndum að telja þau ekki með.

Raunar á það við um öll þessi lönd sem hafa verið nefnd í raun og veru. Sjálfstæðisbarátta þeirra er einskis virði, í það minnsta að mati utanríkisstefnu Íslands. Væri utanríkisráðherra ekki annars að berjast fyrir því að á síðum dagblaða að fá að senda fjárstuðning til vopnakaupa á síðum dagblaða? Nú svo er auðvitað hinn möguleikinn, að Ísland styðji ekki sjálfstæðisbaráttur fjárhagslega almennt. Sá möguleiki að Þórdís Kolbrún styðji bara það sem henni er sagt að styðja. Sú kenning er ekki úr lausu lofti gripin, raunar bersýnilega nokkuð líkleg eftir furðulegt atvik í vetur. Í vetur hætti Ísland skyndilega að styðja fjárhagslega hjálparstarf Sameinuðu þjóðanna í Palestínu. Ísland hætti því sama dag og Bandaríkin en einungis mánuði síðar, hafði Ísland hætt við að hætta og ekki haft hátt um það. Þá hafði engin gagnrýnin hugsun legið að baki þeirri ákvörðun enda kom í ljós að ástæðan fyrir því að skrúfa fyrir kranann stóðst enga skoðun.

Nokkuð margir hafa í dag bent á meinta hræsni Þórdísar Kolbrúnar en Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar kjarnar þá umræðu nokkuð vel. Hann skrifar og byrjar á því að vitna í Þórdísi sjálfa:

„Hví styður Ísland vopnakaup fyrir Úkraínu? Einfalda svarið þessari spurningunni er: Vegna þess að fólk sem berst fyrir sjálfstæði sínu og frelsi gegn blóðugri innrás þarf vopn til að verja sig.“

Ok. Hvenær mun Þórdís Kolbrún þá senda vopn til palestínsku andspyrnunnar?“

Þessi málefni voru einnig rædd við Rauða borðið í gær og sjá hér fyrir neðan

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí