Innanbúðarmaður: Sláandi lík stemming hjá Vg í dag og Bjartri framtíð í dauðaslitrunum

Dauði stjórnmálaflokksins Björt framtíð hefur ávallt verið stjórnmálafólki hugleikinn. Til að gera langa sögu stutta þá fór flokkurinn í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn eftir ágætt gengi í kosningum. Sú stjórn sprakk á met-tíma og var kosið aftur löngu áður en til stóð, um ári eða svo eftir kosningarnar góðu hjá Bjartri framtíð. Þá féll flokkurinn af þingi og stuttu síðar var allri starfsemi hætt. Hvernig gat það gerst að flokkur sem sat í ríkisstjórn var dauður örstuttu síðar?

Allt frá þessu þá hefur verið áberandi að stjórnmálafólk hafi orð af því að það hafi dregið ákveðin lærdóm af þessu. Allur gangur hefur þó verið á því hver sá lærdómur hafi verið, en tvær túlkanir eru ráðandi hjá flestum. Meðan sumir hafa túlkað þetta atvik svo að allt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn sé í raun banvænt, þá eru aðrir sem líta svo á að Bjarti framtíð hafi verið refsað fyrir að sprengja stjórnina. Þá er lærdómurinn sá að ekkert sé mikilvægara en stöðugleiki ef viðkomandi vill halda flokk sínum á lífi.

Engum blöðum er um það að fletta að síðari túlkunin er ríkjandi meðal Vinstri grænna. En þeim er vafalaust ekki hlátur í hug við að lesa það að innanbúðarmaður í Bjartri heitinni framtíð segir stemminguna á hjá Vg þessa dagana minna allnokkuð á þá stemmingu sem ríkti innan Bjartrar framtíðar á síðustu metrunum.

Það er Matthías Freyr Matthíasson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sem hefur orð á þessu á Twitter. Hann var mjög virkur í flokknum og sat í stjórn, líkt og hann nefnir. En Matthías skrifar:

„Sem fyrrum meðlimur Bjartrar framtíðar (sat m.a. í stjórn flokksins) að þá eru svör og umræða talsfólks VG óvenju mikið flashback til 2017 þegar BF var búið að slíta stjórn við ránfuglinn og talaði um að almenningur þyrfti að heyra meira af því góða sem BF gerði..BF féll af þingi.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí