Kaldar kveðjur til Katrínar að kenna henni einni um undirgefni síðustu ára

Vinstri grænir virðast hver af öðrum vera að vakna upp við vondan draum þessa daganna. Ósigur fyrrverandi formanns, Katrínar Jakobsdóttur, í forsetakosningum virðist valda því að skyndilega átta innmúraðir Vg-liðar sig á því að flokkurinn hafi gefið afslátt á öll sín stefnumál í samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn. Margir hafa bent á í nú nokkur ár að varla sé hægt að tala lengur um afslátt á stefnumálum. Nærtækara væri að tala segja að flokkurinn hafi verið algjörlega undirgefinn í ríkisstjórnarsamstarfinu.

Nýjasta dæmið um þessa vakningu er Jódís Skúladóttir, þingkona flokksins, en í viðtali við Vísi í dag segir hún: „VG-liðar hafa gengið of langt í málamiðlunum í ríkisstjórnarsamstarfinu að mati þingmanns flokksins og hreyfingin getur ekki gefið meiri afslátt“

Annar þingmaður, Píratinn Björn Leví Gunnarson, segir þetta í raun vera kaldar kveðjur til Katrínar. Björn segir afar ósanngjarnt að skella allri skuld á brunaútsölu flokksins á stefnumálum sínum á Katrínu eina. „Kaldar kveðjur sem fyrrverandi formaður flokksins fær um hæfileika sína til að gera málamiðlanir. Einnig veltir maður því fyrir sér hvort almennir þingmenn eða grasrót hafi ekkert um þær málamiðlanir að segja og beri því ekki einhverja ábyrgð á þessu,“ spyr Björn Leví á Facebook.

Hann segist þó fagnað þeim áfanga að þessu sé ekki lengur afneitað í rauðan dauðan af Vg-liðum. „Því ber samt að fagna að þetta sé viðurkennt. Hingað til hefur þessum vanda verið þverneitað. Vandinn er kannski að vandinn er enn til staðar. Nú eru þinglok í gangi þar sem alls konar málamiðlanir eru gerðar og gagnrýni td. umboðsmanns barna er víst bara misskilningur,“ skrifar Björn

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí