Leiguverð hækka meira en fimmfalt á við neysluverð – leigjendum blæðir áfram

Leiguverð eru á fljúgandi ferð í frekari hækkanir, eins og kemur fram í nýrri tilkynningu HMS í gær. 3,2% hækkun á vísitölu leiguverðs mælist þannig á milli mánaða fyrir maí. Það þýðir jafnframt að leiguverð hafa hækkað um 13,3% frá maí á síðasta ári, langtum meira en verðbólgan og langtum meira en fasteignaverð.

Í tilkynningunni kemur nefnilega einnig fram að verðbólgan á sama tímabili mældist 6,2% og vísitala íbúðaverðs hækkaði sömuleiðis um 8,4%.

Leiguverð eru því ekki fylgifiskur hækkana á fasteignaverði né verðbólgu, heldur drifin áfram af einhverju öðru til viðbótar enda hafa leiguverð hækkað meira en tvöfalt á við verðbólguna. Ástandið er þó enn verra ef rýnt er í nýjustu tölur neysluverðs, en vísitala þess hækkaði aðeins um 0,58% á milli mánaða. Samanborið við þessa 3,2% hækkun á leiguverði hefur leiguverð hækkað meira en fimm sinnum meira en neysluverð.

Græðgisbólga var gjarnan talað um í upphafi þessarar verðbólgukreppu sem ríður enn yfir, að fyrirtæki væru að nýta sér stöðu sína til að græða ennþá meira vegna ótta um verðbólgu. Sem þau sannarlega gerðu og juku þannig verðbólguna, enda er það ljóst að langflest fyrirtæki á Íslandi í dag, sér í lagi þau af stærri kantinum, hafa sjaldan staðið sterkari fæti. Ef að verðhækkanir væru einfaldlega afleiðingar verðbólgu, þá hefðu hagnaðartölur ekki vaxið svo gríðarlega sem raun ber vitni.

Á leigumarkaði er ástandið þó greinilega töluvert verra, ef marka má þessar gríðarmiklu hækkanir. Leigusalar, sem margir hverjir eru orðnir fjárfestar eða eru í formi gróðadrifinna félaga eins og Ölmu, vilja ekki bara mæta hækkandi verðlagi og verðbólgu, heldur vilja þeir meira en tvöfalt það prósentulega séð. Í rauntölum er það verra, því 3,2% hækkun á 300 þúsund króna leigu er langtum stærri upphæð en 3,2% hækkun á mjólkurpotti.

Leigjendur eru því sem fyrr einhvers konar gullnáma fyrir eignafólk sem heldur áfram að mergsjúga þá í hverjum einasta mánuði.

Á Alþingi liggur fyrir löggjöf sem bíður samþykkis, frumvarp Sigurðar Inga um svokallaða „bætta réttarstöðu leigjenda“, en í því frumvarpi er ákvæði sem heimilar leigusölum, eftir 12 mánuðir eru liðnir af langtímaleigusamningi, að breyta samningnum og hækka verðin með því að vísa í „markaðsverð“. Markaðsverð sem hækka gífurlega í hverjum mánuði.

Sjá má ískyggilegan hraðann í aukningu vísitölu leiguverðs í þessu grafi frá HMS:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí