Ný lög í Frakklandi skera upp herör gegn vöruskerðingu – Neytendasamtökin segja þau til eftirbreytni

Neytendasamtökin fagna nýjum lögum í Frakklandi þar sem matvöruverslanir eru skyldaðar til að láta vita af vöruskerðingu og segja lögin vera til eftirbreytni.

Vöruskerðing er nýyrðið yfir erlent nýyrði sem kallað er „shrinkflation“. Í kjarnann er þar talað um ákveðna aðferð fyrirtækja til að rukka neytendur hærra verði en á þann hátt að neytendur taki síður eftir því. Þannig að í stað þess að hreinlega hækka verðin, þá rýra þeir innihaldið. Minna magn er því selt á sama verði og áður og neytandinn borgar hlutfallslega meira en líkurnar á að viðkomandi taki eftir því eru síðri.

Ef fólk skoðar vöruverð og innihald gaumgæfilega í þessari verðbólgutíð þá hafa vafalaust margir tekið einmitt eftir þessu, bæði hækkunum á verðum en líka rýrara innihald. Hvoru tveggja er auðvitað drifkraftur verðbólgunnar, sem einnig má lýsa sem græðgisbólgu (e. „greedflation“), þar sem einkafyrirtæki eru ábyrg fyrir mestallri verðbólgunni því þau sjá sér hag í því að nýta sér óvissuástand til hækkana.

Það eitt má sjá glöggt af miklum hagnaðartölum í flestum geirum atvinnulífsins, hvort sem er hér á landi eða erlendis.

En aftur að frönsku lögunum. Þau eru þannig gerð að skylda stórmarkaði af ákveðinni stærð til að setja merkingar á vörur eða við hlið verðmiða vara sem hafa orðið fyrir svokallaðri vöruskerðingu. Slík merking eigi að vera skýr í að minnsta kosti tvo mánuði eftir að vöruskerðing hefur átt sér stað til að upplýsa neytendur um þá staðreynd.

Neytendasamtökin lýsa því þannig að lagasetningin geti ekki skyldað fyrirtæki beint til þess að merkja umbúðir sínar sjálf, þar sem til þess þurfi lagasetningu Evrópusambandsins sem nái yfir allan markað evrópska efnahagssvæðisins. Lagasetningin innan Frakklands sé þó stórt skref í rétta átt sem Neytendasamtökin kalla eftir að verði til eftirbreytni hér á Íslandi. Vöruskerðingu sé með þessum lögum í Frakklandi sagt „stríð á hendur“, sem þurfi til að stemma stigu við þessari óheiðarlegu aðferð seljenda.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí