Öll grundvallarmál Samfylkingar horfin fyrir kosningar

Helga Vala Helgadóttir er spáir mikilli ólgu á þingi næstu mánuðina.

Helga Vala Helgadóttir, fyrrum þingkona Samfylkingarinnar, tekur undir orð fyrrum samflokkskonu, Þorbjargar Þorvaldsdóttur, sem lýsti því yfir í dag að hún væri hætt störfum sem bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Garðabæ vegna viðhorfa flokksins til útlendingamála.

„Þetta er svo óendanlega ömurlegt bara, ég skil alls ekki neitt. Hvernig sér forysta Samfylkingarinnar fyrir sér að miðla málum í ríkisstjórn þegar öll grundvallarmálin eru fokin áður en í kosningarnar er komið?“

Að Samfylkingin hafi setið hjá er kom að skertum frumvarpi dómsmálráðherra sem skerðir rétt barna og kvenna til fjölskyldusamriningar nær engu tali að mati Helgu Völu.

„Hvernig getur flokkur sem fyrir örstuttu síðan stóð fyrir mannúð, jöfnuði og samkennd með fólki í viðkvæmri stöðu sleppt því að taka afstöðu í svona grundvallarmáli? Hvað munum við þá sjá þegar flokkurinn þarf raunverulega að fara í málamiðlanir?“ Spyr Helga Vala.

Er ekki að undra að hún spyrji stórt, því fátt hefur síðustu vikur minnt á fyrrum ákafar skoðanir þingmanna flokksins í mannúðarmálum. Kristrún Frostadóttir er sögð halda uppi miklum aga í eigin herbúðum.

„Er forysta flokksins kannski bara með þessar skoðanir? Að útlendingastefna Mette Fredriksen, sú harðasta í norður- Evrópu, sem forystufólk flokksins gagnrýndi harkalega fyrir örstuttu síðan, sé kannski bara hin eina rétta stefna? Hvernig getur sama fólk snúist svona í skoðunum sínum?“ Spyr Helga Vala og bætir um betur:

„Hvað breyttist í heiminum annað en að það varð stríð í næsta nágranni og fólk á flótta hefur aldrei verið fleira?  Er stríðshrjáð fólk, sem leitar verndar á Íslandi í minni neyð en áður? Telur þingfólk sem sat hjá að réttlætanlegt sé að íþyngja Útlendingastofnun með tilhæfulausum umsóknum um endurnýjun dvalarleyfa þegar stríð geysar enn sem fyrr víða um heim svo málin safnast enn hraðar upp á borðum Útlendingastofnunar? Telur hjásetufólk að fólk sem fengið hefur vernd verði betri borgarar hér á landi með því að fá að bíða í áratug eftir börnum sínum og mökum og var það þess vegna sem það sat hjá í atkvæðagreiðslunni því það gat ekki tekið afstöðu gegn þeirri aðgerð og öllum hinum?

Samfylkingin er fátækari án baráttukonunnar Þorbjargar Þorvaldsdóttur.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí