Óvissa um þinglok hjá ósamstæðri stjórn

32 dagskrármál eru fyrirhuguð á Alþingi í dag. Enginn veit hvenær þingslit verða að veruleika en samkvæmt fyrri dagskrá áttu þau að verða fyrir helgina. Vandinn er að ríkisstjórnin er verklítil og ósamstæð og gengur fyrir hrossakaupum að því er minnihlutinn heldur fram.

Meðal mála á dagskrá í dag eru umdeildar breytingar á raforkulögum sem og breytingar á almannatryggingakerfinu. Stór orð hafa fallið um að ríkisstjórnin sé að gefa einkaaðilum auðlindir þjóðarinnar fyrir ekki neitt. Hið umdeilda lagareldisfrumvarp er ekki á dagskrá þingmála í dag en það styttist í nýjan orkuslag – um vindmyllur.

Þingfundur hefst klukkan 13.30 með óundirbúnum fyrirspurnum. Að fyrirspurnum loknum hafa þingmál verið kynnt með eftirfarandi hætti á vef Alþingis:

  1. Afurðasjóður Grindavíkurbæjar, 1131. mál, lagafrumvarp matvælaráðherra. — 2. umræða. (Atkvæðagreiðsla).
  2. Verðlagsstofa skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna (forstaða og stafrænt aðgengi), 847. mál, lagafrumvarp matvælaráðherra. — Framhald 2. umræðu. Mælendaskrá.
  3. Seðlabanki Íslands (rekstraröryggi greiðslumiðlunar), 662. mál, lagafrumvarp forsætisráðherra. — Framhald 2. umræðu. Mælendaskrá.
  4. Raforkulög (raforkuöryggi o.fl.), 348. mál, lagafrumvarp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. — Framhald 2. umræðu. Mælendaskrá.
  5. Veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu), 521. mál, lagafrumvarp meiri hluta atvinnuveganefndar. — 2. umræða.
  6. Skyldutryggingar lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða (fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða), 880. mál, lagafrumvarp fjármála- og efnahagsráðherra. — 2. umræða.
  7. Breyting á ýmsum lögum á fjármálamarkaði (lagfæringar), 915. mál, lagafrumvarp fjármála- og efnahagsráðherra. — 2. umræða.
  8. Aðgerðir gegn peningaþvætti o.fl. (áhættumat o.fl.), 927. mál, lagafrumvarp dómsmálaráðherra. — 2. umræða.
  9. Virðisaukaskattur og kílómetragjald vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða (erlendir aðilar, kílómetragjald o.fl.), 917. mál, lagafrumvarp fjármála- og efnahagsráðherra. — 2. umræða.
  10. Ráðstöfun eignarhlutar í Íslandsbanka hf., 920. mál, lagafrumvarp fjármála- og efnahagsráðherra. — 2. umræða.
  11. Slit ógjaldfærra opinberra aðila, 705. mál, lagafrumvarp fjármála- og efnahagsráðherra. — 2. umræða.
  12. Fjármálaáætlun fyrir árin 2025–2029, 1035. mál, þingsályktunartillaga fjármála- og efnahagsráðherra. — Síðari umræða.
  13. Fjáraukalög 2024, 1078. mál, lagafrumvarp fjármála- og efnahagsráðherra. — 2. umræða.
  14. Breytingar á ýmsum lögum vegna eftirlits og leyfisveitinga Orkustofnunar (þjónustugjöld), 898. mál, lagafrumvarp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. — 3. umræða.
  15. Ferðamálastefna og aðgerðaáætlun til ársins 2030, 1036. mál, þingsályktunartillaga menningar- og viðskiptaráðherra. — Síðari umræða.
  16. Sjúkraskrár og landlæknir og lýðheilsa (miðlun sjúkraskrárupplýsinga milli landa), 904. mál, lagafrumvarp heilbrigðisráðherra. — 2. umræða.
  17. Sjúkraskrár (umsýsluumboð), 906. mál, lagafrumvarp heilbrigðisráðherra. — 2. umræða.
  18. Vísindarannsóknir á heilbrigðissviði (umfjöllun Persónuverndar), 905. mál, lagafrumvarp heilbrigðisráðherra. — 2. umræða.
  19. Breyting á ýmsum lögum vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfis almannatrygginga, 864. mál, lagafrumvarp félags- og vinnumarkaðsráðherra. — 2. umræða.
  20. Réttindagæsla fyrir fatlað fólk (réttindagæslumenn og persónulegir talsmenn), 922. mál, lagafrumvarp félags- og vinnumarkaðsráðherra. — 2. umræða.
  21. Fjarskipti o.fl. (fjarskiptanet, skráning o.fl.), 205. mál, lagafrumvarp háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. — 2. umræða.
  22. Hollustuhættir og mengunarvarnir (geymsla koldíoxíðs), 689. mál, lagafrumvarp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. — 2. umræða.
  23. Brottfall laga um Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og samvinnunefnd um málefni norðurslóða, nr. 81/1997, 832. mál, lagafrumvarp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. — 2. umræða.
  24. Umferðarlög (EES-reglur), 400. mál, lagafrumvarp innviðaráðherra. — 2. umræða.
  25. Hafnalög (gjaldtaka, rafræn vöktun o.fl.), 830. mál, lagafrumvarp innviðaráðherra. — 2. umræða.
  26. Fullnusta refsinga (samfélagsþjónusta og reynslulausn), 928. mál, lagafrumvarp dómsmálaráðherra. — 2. umræða.
  27. Námsstyrkir (nemendur með alþjóðlega vernd), 934. mál, lagafrumvarp mennta- og barnamálaráðherra. — 2. umræða.
  28. Menntasjóður námsmanna (ábyrgðarmenn og námsstyrkir), 935. mál, lagafrumvarp háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. — 2. umræða.
  29. Opinber skjalasöfn (gjaldskrá, rafræn skil), 938. mál, lagafrumvarp menningar- og viðskiptaráðherra. — 2. umræða.
  30. Mannréttindastofnun Íslands, 239. mál, lagafrumvarp forsætisráðherra. — 2. umræða.
  31. Staðfesting rammasamkomulags milli Íslands og Grænlands um verndun loðnustofnsins og stjórnun veiða úr honum, 1104. mál, þingsályktunartillaga utanríkisráðherra. — Síðari umræða.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí