Ráðherra segir árás á Mogga grafalvarlega

Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra sem hefur mest um framtíð fjölmiðla að segja hér á landi, segir að netárásin sem leiddi til mikilli vandræða fyrir útgáfu Morgunblaðsins og sló út fréttavefnum mbl.is um margra klukkutíma skeið, sé grafalvarleg.

Þetta kemur fram í færslu á samfélagsmiðlum frá Lilju þar sem ráðherrann skrifar eftirfarandi:

„Þetta er árás á lýðræðið í landinu og frjáls skoðanaskipti. Uppruni árásarinnar er tengdur við rússnesk glæpasamtök. Tilgangur þessarar atlögu er að vekja ótta og þagga niður í fjölmiðlum, því var afar ánægjulegt að fá Morgunblaðið inn um lúguna þennan morgun. Við verðum að vera vakandi gagnvart þessari ógn og ætíð standa með lýðræðinu!“

Á facebook hefur skapast umræða um færslu ráðherrans. Hvort frelsið innan Moggans, óttinn og þöggunin, hafi jafnvel án utanaðkomandi inngripa skerst töluvert og án aðstoðar töluhakkara með Davíð Oddsson ritstjóra í hásæti.

„Stundum koma ógnirnar ekki bara að utan heldur einnig að innan,“ sagði landskunnur fjölmiðlamaður en eyddi svo færslu sinni eftir að hafa verið sakaður um smekkleysu.

Hvað sem því líður hljóta landsmenn að taka undir að verja verður fjölmiðlana í landinu. Ekki bara fyrir netárásum heldur .arf að verja þá fyrir margskonar þrýstingi og jafnvel ofbeldi sem getur bjagað áherslur frétta- og blaðamanna.

Staða fjölmiðla er mjög veik og hefur verið haft á orði að sjálfstæðs blaðamennska sé í frjálsu falli.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí