Skráningarskylda leigusamninga felld úr frumvarpi ríkisstjórnarinnar

Nýsamþykkt húsaleigufrumvarp Sigurðar Inga, fyrrum innviðaráðherra, núverandi fjármálaráðherra, hefur fellt úr gildi ákvæði um skráningarskyldu leigusamninga.

Samstöðin ræddi við Finnbjörn Hermannsson, forseta ASÍ og Jóhann Páll Jóhannsson, þingmann Samfylkingarinnar. Báðir harma breytingar stjórnarmeirihlutans á frumvarpinu, en ákvæðið um skráningarskyldu var eitt af meginmarkmiðum þess og megin stefnumál Sigurðar Inga til margra ára.

Ljóst er að til að tryggja samþykkt frumvarpsins og halda skakklappandi stjórnarsamstarfinu gangandi hafi eitt af því fáa í frumvarpinu sem raunverulega hagnaðist leigjendum verið fellt niður.

„Það er mjög miður“ segir Finnbjörn, en ASÍ hefur hvatt stjórnvöld til að samþykkja frumvarpið í heild sinni eins og það var lagt fram. Finnbjörn segir það ekki hafa gengið nægilega langt til að byrja með, til að bæta stöðu leigjenda, en hafi þó verið framfaraskref. Hins vegar sé ljóst að með þessu afnámi skráningarskyldunnar sé leigjendum enginn greiði gerður.

Skráningarskyldan hefði veitt „mjög nauðsynlegar upplýsingar“, sér í lagi vegna nýs fyrirkomulags Hagstofunnar sem væri að taka upp greiningar á kostnaðarbreytingum á leigumarkaði, en með skráningarskyldunni hefðu þær upplýsingar verið mun aðgengilegri.

Finnbjörn vissi að mikið hefði verið tekist á um málið í velferðarnefnd og mikið unnið í því, en hann hafi orðið „hissa á því að það yrði krukkað svona í þessu“ á lokametrunum.

Á sama tíma hefur Framsóknarflokkurinn stært sig af nýrri húsnæðisstefnu, sem Finnbjörn segir að mörgu leyti hljóma vel, en „þú byggir ekkert á stefnum og það býr enginn í þeim“.

Jóhann Páll situr í velferðarnefnd og var viðstaddur umræddar breytingar. Hann segir málið einfalt, meirihlutinn „kippti burt skráningarskyldunni“.

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem einnig sat í nefndinni, gagnrýndi þessa hugmynd um skráningarskyldu, sem of íþyngjandi og ganga gegn réttindum leigusala.

Þannig eru því mál með vexti að Sjálfstæðisflokknum virðist hafa tekist að fella eitt af helstu framfaraskrefum frumvarpsins og markmiðum Framsóknarflokksins.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí