Stórhættulegir menn aki eins og asnar

Enginn friður er um bæjarhátíð Akureyringa , Bíladaga, sem nú standa yfir, Hátíðin veldur árvissri gremju.

Michael Jón Clarke tónlistarmaður býr á Akureyri og hefur aldrei botnað í að yfirvöld banni ekki lætin sem fylgja Bíladögum.

Michael spyr á facebook hvort nær væri að halda Öskur- eða Prumpudaga í bænum.

„Hræðileg mengun og peningarsóun,“ segir Michael um galla við hátíðina þar sem mikið er spólað á götum og oft keyrt hratt.  Allar nætur og alla daga sé hávaði.

„Stórhættulegir menn keyra eins og asnar um bæinn,“ segir hann.

„Í kvöldkyrrðinni í gærkvöldi spilltu ískrandi dekkjahljóð fegurðinni sem var yfir og allt um kring! Þessir bíladagar gefa kannski einhverja smáaura í Akureyrarabæjarkassann. Þrjú skemmtiferðaskip á einum degi finnst mér of mikið líka,“ segir kona í umræðu um hvort allt sé til sölu á Akureyri.

Sálin, öryggið, friðurinn – og heimskan!

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí