Síðustu dagar á Alþinig verða líklega seint taldir merki um að allt sé til sóma hjá stofnunni. Dag eftir dag eru tugir þingmála sett á dagskrá, í von um að geta klárað þau öll áður en þingheimur fer í langt sumarfrí, ólíkt flestum landsmönnum. Þetta fyrirkomulag endurspeglar varla aga og skipulag við setingu laga á Íslandi
Í dag er svo komið því, síðasta degi fyrir sumarfrí, og nú á að klára 36 þingmál. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis og Sjálfstæðismaður, segist bjartsýnn á að það takist í samtali við RÚV.
„Mér hefur sýnst það ganga í meginatriðum vel. Auðvitað eru einhverjir óvissuþættir alveg framundir það síðasta, en ég á ekki von á öðru á þessari stundu en að okkur muni takast að klára verkin, bæði með umræðum og atkvæðagreiðslum í dag.“
Þettu er þó engin smá mál sem hafa verið sett á dagskrá í dag. Meðal þess stjórnarþingmenn vonast til að fljúgi í gegn um þingið er lög um sölu á hlut almennings í Íslandsbanka. Það er þó ekki eina umdeilda málið sem á að afgreiða í hvelli á Alþingi í dag. Þetta er dagskráin í dag:
- Fjármálaáætlun fyrir árin 2025–2029
- Ráðstöfun eignarhlutar í Íslandsbanka hf.
- Veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu).
- Fæðingar- og foreldraorlof og sorgarleyfi (stuðningur við kjarasamninga.
- Fjáraukalög 2024.
- Þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta (starfslok óbyggðanefndar o.fl.).
- Evrópska efnahagssvæðið (Uppbyggingarsjóður EES 2021–2028).
- Verðlagsstofa skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna (forstaða og stafrænt aðgengi.
- Seðlabanki Íslands (rekstraröryggi greiðslumiðlunar).
- Aðgerðir gegn peningaþvætti o.fl. (áhættumat o.fl.).
- Sjúkraskrár (umsýsluumboð).
- Mannréttindastofnun Íslands.
- Réttindagæsla fyrir fatlað fólk.
- Umferðarlög (EES-reglur).
- Fullnusta refsinga (samfélagsþjónusta og reynslulausn).
- Menntasjóður námsmanna (ábyrgðarmenn og námsstyrkir).
- Opinber skjalasöfn (gjaldskrá, rafræn skil).
- Úrvinnslugjald (hringrásarhagkerfi, umbúðir, ökutæki o.fl.).
- Tekjustofnar sveitarfélaga (gjaldfrjálsar skólamáltíðir).
- Skák.
- Listamannalaun (nýir sjóðir og fjölgun úthlutunarmánaða).
- Hafnalög (gjaldtaka, rafræn vöktun o.fl.).
- Vísindarannsóknir á heilbrigðissviði (umfjöllun Persónuverndar).
- Samvinnufélög o.fl. (fjöldi stofnenda, slit, reglugerðarheimild).
- Hafnalög (Hafnabótasjóður).
- Húsnæðisstefna fyrir árin 2024–2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024–2028.
- Breyting á ýmsum lögum vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfis almannatrygginga.
- Skráð trúfélög o.fl. (aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka).
- Lögreglulög (afbrotavarnir, vopnaburður og eftirlit með lögreglu).
- Nýsköpunarsjóðurinn Kría.
- Breyting á ýmsum lögum um framhald á stuðningsaðgerðum vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ.
- Breyting á ýmsum lögum vegna launa þjóðkjörinna fulltrúa og embættismanna (hækkun launa).
- Fjáraukalög 2024.
- Opinber innkaup (markviss innkaup, stofnanaumgjörð).
- Umferðarlög (smáfarartæki o.fl.).
- Breyting á ýmsum lögum vegna samstarfs og eftirlits á vinnumarkaði.