Telja sig geta klárað 36 þingmál á einum degi – Vona að lög um sölu á hlut almennings í Íslandsbanka fljúgi í gegn

Síðustu dagar á Alþinig verða líklega seint taldir merki um að allt sé til sóma hjá stofnunni. Dag eftir dag eru tugir þingmála sett á dagskrá, í von um að geta klárað þau öll  áður en þingheimur fer í langt sumarfrí, ólíkt flestum landsmönnum. Þetta fyrirkomulag endurspeglar varla aga og skipulag við setingu laga á Íslandi

Í dag er svo komið því, síðasta degi fyrir sumarfrí, og nú á að klára 36 þingmál. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis og Sjálfstæðismaður, segist bjartsýnn á að það takist í samtali við RÚV.

„Mér hefur sýnst það ganga í meginatriðum vel. Auðvitað eru einhverjir óvissuþættir alveg framundir það síðasta, en ég á ekki von á öðru á þessari stundu en að okkur muni takast að klára verkin, bæði með umræðum og atkvæðagreiðslum í dag.“

Þettu er þó engin smá mál sem hafa verið sett á dagskrá í dag. Meðal þess stjórnarþingmenn vonast til að fljúgi í gegn um þingið er lög um sölu á hlut almennings í Íslandsbanka. Það er þó ekki eina umdeilda málið sem á að afgreiða í hvelli á Alþingi í dag. Þetta er dagskráin í dag:

 1. Fjármálaáætlun fyrir árin 2025–2029
 2. Ráðstöfun eignarhlutar í Íslandsbanka hf.
 3. Veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu).
 4. Fæðingar- og foreldraorlof og sorgarleyfi (stuðningur við kjarasamninga.
 5. Fjáraukalög 2024.
 6. Þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta (starfslok óbyggðanefndar o.fl.).
 7. Evrópska efnahagssvæðið (Uppbyggingarsjóður EES 2021–2028).
 8. Verðlagsstofa skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna (forstaða og stafrænt aðgengi.
 9. Seðlabanki Íslands (rekstraröryggi greiðslumiðlunar).
 10. Aðgerðir gegn peningaþvætti o.fl. (áhættumat o.fl.).
 11. Sjúkraskrár (umsýsluumboð).
 12. Mannréttindastofnun Íslands.
 13. Réttindagæsla fyrir fatlað fólk.
 14. Umferðarlög (EES-reglur).
 15. Fullnusta refsinga (samfélagsþjónusta og reynslulausn).
 16. Menntasjóður námsmanna (ábyrgðarmenn og námsstyrkir).
 17. Opinber skjalasöfn (gjaldskrá, rafræn skil).
 18. Úrvinnslugjald (hringrásarhagkerfi, umbúðir, ökutæki o.fl.).
 19. Tekjustofnar sveitarfélaga (gjaldfrjálsar skólamáltíðir).
 20. Skák.
 21. Listamannalaun (nýir sjóðir og fjölgun úthlutunarmánaða).
 22. Hafnalög (gjaldtaka, rafræn vöktun o.fl.).
 23. Vísindarannsóknir á heilbrigðissviði (umfjöllun Persónuverndar).
 24. Samvinnufélög o.fl. (fjöldi stofnenda, slit, reglugerðarheimild).
 25. Hafnalög (Hafnabótasjóður).
 26. Húsnæðisstefna fyrir árin 2024–2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024–2028.
 27. Breyting á ýmsum lögum vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfis almannatrygginga.
 28. Skráð trúfélög o.fl. (aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka).
 29. Lögreglulög (afbrotavarnir, vopnaburður og eftirlit með lögreglu).
 30. Nýsköpunarsjóðurinn Kría.
 31. Breyting á ýmsum lögum um framhald á stuðningsaðgerðum vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ.
 32. Breyting á ýmsum lögum vegna launa þjóðkjörinna fulltrúa og embættismanna (hækkun launa).
 33. Fjáraukalög 2024.
 34. Opinber innkaup (markviss innkaup, stofnanaumgjörð).
 35. Umferðarlög (smáfarartæki o.fl.).
 36. Breyting á ýmsum lögum vegna samstarfs og eftirlits á vinnumarkaði.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí