„Þetta er búið“ – Það helsta í kappræðunum milli Biden og Trump

Biden-Trump-Debate

Ótti þeirra sem höfðu áhyggjur af frammistöðu Biden í komandi kappræðum rættist á fimmtudagskvöld þegar Biden og Trump mættust í settinu á CNN í Atlanta. Biden virtist vera mjög veikburða, röddin hans var lág, hás og rám, hann muldraði, og oft var erfitt að skilja það sem hann var að segja, hóstaði stöku sinnum, og snemma í kappræðunum fraus hann allavega tvisvar án þess að ná að klára setningar sínar. Trump gerði grín að þessu: „Ég hef ekki hugmynd um hvað hann var að segja. Ég held að hann viti það ekki sjálfur“.

Það helsta sem kom út úr þessum kappræðum var sem sagt ekki að Trump sagði ótal lygar og beinlínis vitleysu, og hélt uppi svívirðingum og persónuárásum. Hann er vanur að gera slíkt og hefur alltaf gert, það ætti ekki lengur að koma neinum á óvart. Það helsta sem kom út úr þessu var frekar slök frammistaða Biden, sem til viðbótar við það sem var talið upp hér fyrir ofan, virtist ekki fær um að svara mörgum ásökunum, lygum og beinlínis bulli hjá Trump, sem rantaði svoleiðis út í eitt eins og hann er vanur að gera.

Demókratar í panikk

Fréttaskýrandi NBC News (fréttaveita sem er hliðholl Demókrötum) sagði það strax eftir kappræðurnar að „þetta er búið“ (it’s over). Verið er að vísa til þess að Biden sé nú þegar búinn að tapa kosningunum eftir þessa frammistöðu.

The Huffington Post (fréttaveita sem er einnig mjög hliðholl Demókrötum) greinir frá því að Demókratar séu í „panikk“ eftir frammistöðu Biden, að hár aldur hans hafi sýnt sig, og að nú séu Demókratar að ræða um að skipta Biden út fyrir yngri frambjóðanda. Honum hafi ekki tekist að standa sig betur þrátt fyrir að hafa tekið sér frí frá störfum í heila viku á Camp David forsetasetrinu til að undirbúa sig fyrir kappræðurnar.

Seymour Hersh hafði greint frá þessu í grein á Substack frá 21. júní, að innanhúss meðal Demókrata væri talað um að mögulega þyrfti að skipta Biden út fyrir annan frambjóðanda á flokksþingi Demókrata sem haldið verður í Chicago í ágúst. Þeir sem eru sagðir mögulega geta komið í hans stað eru Gavin Newsom, fylkisstjóri Kaliforníu, og J. B. Pritzker, fylkisstjóri Illinois.

Hár aldur Biden sýndi sig

Strax þegar Biden gekk inn á sviðið sást á göngulagi hans að hann virtist ekki vera full hraustur:

Fyrra skiptið þegar Biden fraus:

Seinna skiptið þegar Biden fraus:

Bullið sem Trump lét út úr sér

Trump sagði allskonar vitleysu eins og hann er vanur að gera.

Hann endurtók það oft í kappræðunum að það væri verið að „tæma fangelsi og geðveikrahæli og hleypa föngunum og sjúklingunum yfir landamærin“ (frá Mexíkó yfir til Bandaríkjanna). Ekki er víst til hvaða ríkja hann var að vísa sem hafa gert slíkt.

Þegar rætt var um fóstureyðingar talaði Trump um fóstureyðingar „eftir fæðingu“ (after birth) og sagði að Demókratar styðji svoleiðis. Biden virtist ekki fær um að svara þessu, að benda einfaldlega á að fóstureyðingar „eftir fæðingu“ eru ekki til, heldur hugarsmíði Trump. Þó að Biden hafi svarað þessu með því að segja að Trump væri að ljúga, þá virtist hann vera að vísa til fullyrðingar Trump um að Demókratar styðji fóstureyðingar seint á meðgöngu [late-term abortions]. Biden fylgdi því eftir með því að segja: „Við [Demókratar] styðjum ekki fóstureyðingar seint á meðgöngu [late-term abortions]. Punktur. Punktur. Punktur.“

Biden þótti ekki hafa komið vel út úr þessum orðaskiptum um fóstureyðingar, sem þykir vera mjög mikilvægur málstaður fyrir Demókrata, enda grundvallar réttindamál fyrir konur.

Þegar Trump var spurður um loftslagsmál sagði hann: „Ég vil hreint vatn og hreint loft, og við vorum með það [þegar Trump var forseti]. Við vorum við með H2O.“

Hvað ætli hann hafi meinað með þessu?

Deilt um Úkraínustríðið

Þegar þeir voru spurðir um Úkraínustríðið, endurtók Trump það sem hann hefur sagt áður, að hann myndi semja um frið við Pútín sem fyrst. Núna tók hann það fram að ef hann yrði kjörinn þá verður hann búinn að semja um frið sem „president-elect“ áður en hann tekur við forsetaembættinu í janúar á næsta ári. Áður hefur hann sagt að hann gæti samið um vopnahlé í Úkraínu á einum degi (24 klst) með því að hringja í Pútín.

Biden sagði aftur á móti að það verði að stöðva Pútín, Úkraína verði að sigra stríðið á vígvellinum, vegna þess að næst muni Pútín ráðast inn í Eystrasaltsríkin, Pólland og Ungverjaland (dæmin sem Biden nefndi). Hann sagði einnig að Pútín stefni að því að hertaka Kyiv og alla Úkraínu í því skyni að endurskapa Sovétríkin. Þetta er þrátt fyrir að Pútín lagði nýlega fram friðartilboð þar sem hann sagðist tilbúinn til að semja um frið í skiptum fyrir að Úkraína verði hlutlaus, gangi ekki í NATO, og viðurkenni yfirráð Rússlands yfir þeim fjórum héruðum sem þeir hafa innlimað. Veit Biden ekki af þessu friðartilboði Pútíns? Hvers vegna hefur hann ekki lagt fram sitt gagntilboð? Í staðinn heldur hann áfram að endurtaka sömu talpunktanna um að Pútín sé Hitler sem ætli að endurskapa Sovétríkin og hertaka alla Evrópu. Það má spurja sig, hvor er meira veruleikafirrtur, Biden eða Trump?

Afstaða frambjóðendanna til Ísrael

Þegar umræðurnar snérust að Ísrael-Palestínu, gagnrýndi Trump sitjandi forseta fyrir að hafa ekki gert nóg til að styðja Ísrael, og sagði að ef hann væri við völd þá væri Ísrael nú þegar búið að sigra Hamas. „Þú ættir að leyfa þeim [Ísrael] að klára verkið“ (finish the job). Við þetta bætti Trump: „Hann [Biden] er orðinn eins og Palestínumaður, en þeim líkar ekki við hann, vegna þess að hann er mjög slæmur Palestínumaður“.

Það er vægast sagt furðulegt (og beinlínis rasískt) að nota viðurnefnið „Palestínumaður“ sem skammaryrði á þennan hátt.

Greinendur allir sammála um slaka frammistöðu Biden

Það er áhugavert að fylgjast með því sem stjórnmálaskýrendur hafa verið að segja um kappræðurnar, einkum þeim sem eru hliðhollir Demókrötum og Biden. Fréttaveitan The Young Turks, sem styðja Demókrata og studdu Biden í forsetakosningunum 2020, komu með svakalega greiningu á kappræðunum, sem þeir segja að hafi verið hrikalegar og hörmulegar fyrir Biden:

Breaking Points eru á sama máli:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí