Þingflokkur Viðreisnar óvenju edrú

María Rut Kristinsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, gantaðist með það í pontu á Alþingi í dag að fáir þingflokkar væru eins edrú og Viðreisn.

Ummæli hennar féllu þegar rætt var um forvarnir og lýðheilsu á þinginu.  Þótt Viðreisn trúi að almenningur eigi að hafa mest um eigin örlög að segja hvað varðar áfengi fremur en ríkið, tók María Rut fram að þingflokkur Viðreisnar legði ekki upp úr frelsi í þeim efnum í eiginhagsmunaskyni. Þvert á móti væri þingflokkur Viðreisnar að  mestu skipaður góðtemplurum. Væru fáir þingflokkar eins edrú og Viðreisn.

Tómas Tómasson, Flokki fólksins, sagði í umræðunni staðreynd að 15-20 prósent Íslendinga sem hæfu neyslu áfengis yrðu fíklar. Með auknu aðgengi myndi síga á ógæfuhliðina. Lögbrot væru framin fyrir opnum tjöldum.

Margir þingmenn bentu á að áfengi væri ekki nein venjuleg verslunarvara. Dygði því ekki að fjalla um áfengi eins og aðrar neysluvörur og var hart sótt að netsölu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí