Úkraínsku flóttafólki með fjárhagsaðstoð fjölgaði langmest, en skuldinni er skellt á það palestínska

Fáir hafa komist hjá þeirri gífurlegu og oft á tíðum heiftúðugu umræðu um útlendingamál á Íslandi undanfarna mánuði og þá sérstaklega þá umræðu sem skapast hefur í kringum málefni flóttafólks og hælisleitenda.

Sú umræða hefur aukist mjög að hörku undarfarið og beinst aðallega gegn ákveðnum hópum. Flóttafólk frá Úkraínu er sjaldnast nefnt, heldur virðast áhyggjur af stöðu mála beinast gegn fólki frá Palestínu fyrst og fremst, en einnig frá löndum Afríku og Venesúela. Hörundsdökku fólki sem sagt.

Heiftin í þeirri umræðu er ekki síst Sjálfstæðisflokknum að þakka. Viðsnúningur Sjálfstæðisflokksins á Miðflokkslega braut yfir í harkalegri afstöðu gagnvart málaflokknum var hafið með skrítnu ávarpi Bjarna Benediktssonar til þjóðarinnar á tröppum Bessastaða á síðasta ári og ítrekað með öfgafullum viðbrögðum hans við mótmælum palestínskra flóttamanna á Austurvelli þar sem þeir komu upp tjaldi til að heimta að fjölskyldumeðlimum þeirra, sem höfðu þá þegar fengið leyfi, yrði komið til Íslands.

Ný skýrsla velferðarráðs Reykjavíkurborgar er því hjálplegt staðreyndamiðað innlegg í þá umræðu, þar sem forkólfar eins og Bjarni Benediktsson vilja mála ástandið upp sem svo að gríðarleg aukning flóttafólks sé að sliga velferðarkerfin okkar og landamærin séu stjórnlaus.

Í skýrslunni kemur meðal annars fram að aukning varð á milli áranna 2022 og 2023 í fjölda þess fólks sem fékk samræmda mótttöku. Það þýðir heildaraðstoð og þjónustu til þriggja ára. Fjölda flóttafólks fjölgaði þannig um tæpan helming.

Aukningin varð hins vegar fyrst og fremst meðal úkraínsks flóttafólks, en aðeins mjög lítillega í hópi palestínsks eða vensúelsks fólks:

Það er athyglisvert í ljósi þess hve gagnrýnin og óvægin umræðan er í garð flóttafólks frá öðrum löndum en frá Úkraínu. Enda hefur Bjarni Benediktsson sjálfur talað mikið um nauðsyn þess að styðja við Úkraínu í þeim hörmungum sem eiga sér stað þar. Réttilega, þó deila megi um hvort þeim stuðningi okkar sé best varið í vopnakaup, eða einmitt frekar mannúðaraðstoð eða aðstoð við flóttafólk.

Bjarni á þá greinilega ekki við um úkraínskt flóttafólk þegar hann reynir að skelfa kjósendur til fylgis við sig, sem þó hefur haft öfug áhrif því Sjálfstæðisflokkurinn hefur bara minnkað í fylgi síðan þessu illkvittna áhersla í útlendingamálum var sett fram. Þannig að eftir stendur brúnt og svart fólk frá öðrum löndum, sem er langtum minni fjöldi þess fólks sem hlýtur fjárhagslega aðstoð og stuðnings, enda er það ljóst af gefinni reynslu nú þegar að hælisleitendur frá Venesúela hafa til að mynda gríðarlega háa atvinnuþátttöku, hærri en Íslendinga.

Að öllu því sögðu er einnig ljóst að fólk af palestínskum uppruna er mjög smár hluti af þessum fjölda. Venesúelabúum var gefin sérstök undanþáguleið til landsins af Sjálfstæðisflokknum sjálfum, sem og flóttafólk frá Úkraínu.

Palestínskt fólk nýtur ekki slíkra forrréttinda, en er það fólk sem býr við hvað mesta hættu á dauða, limlestingum, hungri, þorsta eða almennri neyð, á jörðinni allri um þessar mundir. Skuldinni er samt hvað mest skellt á þann hóp, af stjórnvöldum og þeirra fylgisfólki og öðrum öfgahópum á Íslandi.

Sér í lagi í ljósi nýsamþykktra útlendingalaga þar sem hert er mjög á skilyrði fjölskyldusameiningar og börnum gert erfiðara um vik við að sameinast fjölskyldumeðlimum sínum hér á landi. Það bitnar einna helst á palestínsku fólki, sem á ómögulegt með að flýja herkví Ísraelsmanna um Gaza og því aðeins hægt að komast þaðan út með aðstoð ættingja sem náðu að flýja áður en átökin byrjuðu í október síðastliðnum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí