Ísland eyði milljörðum í kerfi til þess eins að gera fólki á flótta lífið leitt

Þingið í dag er gott dæmi um óstarfhæft umhverfið sem ríkisstjórnarflokkarnir hrærast í undanfarnar vikur. 23 mál eru áætluð á dagskrá þingsins í dag en óvænt boðaði Sjálfstæðisflokkurinn að umdeilt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra yrði tekið fyrir í dag, umfram fjármálaáætlun og fleiri stór mál.

Útlendingafrumvarpið, eins og Samstöðin hefur fjallað um undanfarið, snýst um að herða harkalega skilyrði og reglur um hluti eins og fjölskyldusameiningu. Að gera börnum og mökum erfiðara fyrir um að sameinast fjölskyldu sinni hér á landi. 13 ungliðahreyfingar hafa sameinast í að fordæma frumvarpið.

Það sem er ljóst að mikil óeining er um málið innan þingsins og innan ríkisstjórnarflokkanna, en Vinstri græn, sem hafa þó lýst yfir stuðningi við málið opinberlega, hafa að því er virðist reynt að tefja framgang þess á þinginu. Stjórnarandstaðan mótmælti hávært að málið yrði tekið fyrir í dag og hefur nýtt daginn hingað til í ræðuhöld, umræðu og málþóf til þess að freista þess að tefja málið enn frekar.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, hélt þannig langa ræðu til að gagnrýna frumvarpið og taldi fram niðurstöður margra rannsókna og athugana sem hafi sýnt að sams konar lagaleg áform á Norðurlöndunum hafi beðið skipbrot.

Dómsmálaráðherra skrumskældi málfutning Arndísar í andsvari sínu og lagði það að jöfnu að hindra framgang frumvarps síns væri að stofna velferðarkerfinu í hættu og kallaði það „heimskulegt“.

Arndís benti jafnframt á mismuninn í umræðu um hælisleitendur og flóttafólk og þá tugþúsundir innflytjenda sem komi frá Evrópu og flytji til landsins. Munurinn væri sá, sagði Arndís, að í tilviki flóttafólks hafi yfirvöld búið til kerfi sem kosti milljarði ofan á milljarði til þess eins að gera því fólki lífið leitt. Það væri heimskulegt.

Langur listi andsvara er skráður og ljóst er að stjórnarandstaðan hyggst reyna að tefja málið út daginn eins lengi og þau geta.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí