Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra flýgur í gegnum nefnd og fer til afgreiðslu von bráðar

Umdeilt útlendingafrumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, flaug í gegnum alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd Alþing­is í dag án nokkurra vandkvæða né breytinga.

Píratar höfðu óskað eftir að málið færi til nefndarinnar þar sem ástæður væru til að hafa áhyggjur af því að það gangi í berhögg við mann­rétt­inda­ákvæði.

Ekki er að sjá að meirihluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefndar sé sama sinnis, en formaður nefndarinnar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Bryndís Haraldsdóttir, sagði að „brugðist er við athugasemdum frá umboðsmanni barna“, en að engar breytingar hafi verið gerðar á frumvarpinu. Það er í því ljósi ekki ljóst hvernig brugðist var við þeim athugasemdum, ef marka má orð Bryndísar. Raunar virðist hún með því segja að athugasemdir umboðsmanns hafi verið hunsaðar.

Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hafði gert þá athugasemd að útlendingafrumvarpið stangist á við ákvæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, með þeim hætti að tefja fyrir fjölskyldusameiningu og samræmist því ekki ákvæðum sáttmálans. Dómsmálaráðuneytið kallaði athugasemd Salvarar „ótæka niðurstöðu“.

Laskaðir Vinstri grænir virðast ætla að styðja útlendingafrumvarp Sjálfstæðisflokksins

Það liggur því fyrir að stjórnarmeirihlutinn hyggst keyra málið í gegn sem allra fyrst og virðast hafa fyrir því drjúgan meirihluta. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn, ásamt Miðflokki, Flokki fólksins og einhverjir þingmenn Samfylkingarinnar styðja málið. Vinstri græn eru auðvitað að baki stefnu meirihlutans en hafa borið við einhverjum mótbárum, þó ólíklegt sé að þau kjósi gegn þessu stjórnarfrumvarpi. Of snemmbært er líklega fyrir flokkinn að slíta ríkisstjórn, eins og rætt hefur verið víðsvegar undanfarna daga, þar sem þau hafa ekki enn kjörið sér nýjan formann á landsfundi.

Frumvarpið fór í gegnum þingflokk Vinstri Grænna fyrir nokkrum mánuðum en með fyrirvara um að flokknum finnist „ekki nægjanlegar upplýsingar liggja fyrir“ um áhrif og afleiðingar frumvarpsins. Þrátt fyrir þann „fyrirvara“ virðist flokkurinn ætla að styðja frumvarpið.

Frumvarpið felur helst í sér fjórar meginbreytingar:

  1. Hert skilyrði fjölskyldusameiningar, þar sem aðeins þeir sem hafa búið hér á landi í tvö ár geta sótt um slíka sameiningu. 
  2. Dvalarleyfistími verður styttur.
  3. Afgreiðslu kærumála hraðað. 
  4. Fellt verður úr lögum ákvæði um málsmeðferð hælisumsókna sem dómsmálaráðherra heldur fram að hafi þýtt að fleiri sæki um hæli á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum.

Á mannamála á að gera fólki í vanda erfiðara fyrir og auka erfiðleikastig fjölskyldusameiningar, til þess eins að fóðra kosningavél Sjálfstæðisflokksins sem ætlar að keyra á hræðsluáróðri gagnvart hælisleitendum og flóttafólki fyrir næstu kosningar, enda efnahagsmál í ólestri og flokkurinn ófær um að verja þann málaflokk.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí